Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 17:15 Öllum að óvörum talaði Trump um að draga herlið frá Sýrlandi á fundi með stuðningsmönnum á fimmtudag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji draga bandaríska hermenn út úr Sýrlandi fyrr en áætlað var. Sú afstaða forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers enda sé baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams hvergi nærri lokið. Verulegur árangur hefur náðst í herferð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn Ríki íslams. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að samtökin hafi misst um 98% af yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þrátt fyrir það óttast bandarískir herforingjar að vígamennirnir geti snúið vörn hratt í sókn ef stöðugleika verður ekki komið á fljótt á frelsuðum svæðum. Trump hefur hins vegar ekki gefið mikið fyrir þær áhyggjur. Þannig frysti hann 200 milljón dollara framlag til uppbyggingar í Sýrlandi sem var ætlað að koma stöðugleika á eftir að hann las um það í fréttum. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um framlagið í febrúar.Reuters-fréttastofan segir að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna ætli að funda snemam í næstu viku um herferðina gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Ohio á fimmtudag lýsti Trump því óvænt yfir að Bandaríkjamenn myndu brátt láta aðrar þjóðir um að axla ábyrgð á ástandi mála í Sýrlandi og hafa sig þaðan á brott. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra um að sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði forseti Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa frönsk stjórnvöld í hyggju að fjölga í herliði sínu í Sýrlandi til að styðja við baráttuna gegn Ríki íslams sem Bandaríkin hafa leitt fram að þessu og hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15 Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01 Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji draga bandaríska hermenn út úr Sýrlandi fyrr en áætlað var. Sú afstaða forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers enda sé baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams hvergi nærri lokið. Verulegur árangur hefur náðst í herferð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn Ríki íslams. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að samtökin hafi misst um 98% af yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þrátt fyrir það óttast bandarískir herforingjar að vígamennirnir geti snúið vörn hratt í sókn ef stöðugleika verður ekki komið á fljótt á frelsuðum svæðum. Trump hefur hins vegar ekki gefið mikið fyrir þær áhyggjur. Þannig frysti hann 200 milljón dollara framlag til uppbyggingar í Sýrlandi sem var ætlað að koma stöðugleika á eftir að hann las um það í fréttum. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um framlagið í febrúar.Reuters-fréttastofan segir að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna ætli að funda snemam í næstu viku um herferðina gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Ohio á fimmtudag lýsti Trump því óvænt yfir að Bandaríkjamenn myndu brátt láta aðrar þjóðir um að axla ábyrgð á ástandi mála í Sýrlandi og hafa sig þaðan á brott. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra um að sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði forseti Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa frönsk stjórnvöld í hyggju að fjölga í herliði sínu í Sýrlandi til að styðja við baráttuna gegn Ríki íslams sem Bandaríkin hafa leitt fram að þessu og hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15 Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01 Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15
Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01
Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35