Fordæmi Hawkings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. mars 2018 07:00 „Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
„Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun