Innlent

Ber að afhenda samræmd próf

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Skylt er að veita foreldrum afrit af prófum barna þeirra.
Skylt er að veita foreldrum afrit af prófum barna þeirra. Vísir/Getty
Menntamálastofnun er skylt að veita Páli Hilmarssyni afrit af samræmdum prófum sem sonur hans þreytti síðastliðið haust. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál en Páll kærði synjun stofnunarinnar um aðgang að umræddum gögnum eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku.

Menntamálastofnun byggði synjun sína á ákvæði reglugerðar um framkvæmd samræmdra prófa sem kveður á um að stofnuninni sé ekki skylt að birta prófatriði ef fyrirhugað sé að endurnýta þau við þróun prófabanka.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að umrætt reglugerðarákvæði geti ekki vikið til hliðar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum og Menntamálastofnun beri að veita kærandanum aðgang að umbeðnum gögnum.




Tengdar fréttir

Menntamálastofnun veiti aðgang að samræmdu prófi

Faðir barns í fjórða bekk kærði synjun um aðgang að samræmdu prófi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann segir synjunina brjóta í bága við grunnskólalög og upplýsingalög.

Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf

Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×