Er langtíma stefnumótun ómöguleiki á Íslandi? Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 21. mars 2018 07:00 Gott samfélag er í mínum huga samfélag þar sem það telst eðlilegt ferli hjá yfirvöldum og öllum helstu hagsmunaaðilum að setjast reglulega niður og móta stefnu til 10-20 ára fyrir allar grundvallarstoðir samfélagsins. Grundvallarstoðir eins og heilbrigðismál, samgöngumál, loftslagsmál, menntun, rannsóknir og nýsköpun, atvinnuvegir og svo mætti lengi telja. Margir undirþættir eru svo í hverri grunnstoð, sem hver þarf sína sérstöku stefnu sem aftur tengist yfirstefnunni á skýran hátt. Þannig heyrir undir heilbrigðismál að móta sérstaka stefnu í öldrunarmálum og þar undir jafnvel sérstaka stefnu í því málefni aldraðra sem snýst um heilabilun. Innan heildstæðrar stefnu um menntamál þarf að fara dýpra í menntun og rannsóknir á hverju skólastigi með þar til gerðum undirstefnum. Þvert á skólastig mætti svo hugsa sér sérstaka stefnu um að kerfið í heild eigi að geta mætt aukinni þörf fyrir nýja þekkingu inn í ný störf sem bylting í tækniþróun er óðfluga að skapa. Þó nokkuð er til af stefnum í ofangreindum málaflokkum, en þær eiga það flestar sammerkt að ná aðeins til skamms tíma og að hafa ekki breitt eignarhald né sátt á bak við sig. Það þýðir að í hvert skipti sem ríkisstjórnarskipti eiga sér stað er bókstaflega allt undir. Heilu atvinnugreinarnar halda niðri í sér andanum á meðan ný ríkisstjórn vindur ofan af þeim ákvörðunum sem sú fyrri tók og kemur með nýjar áherslur. Þær áherslur umbylta svo öllu því sem myndar forsendur til atvinnureksturs, skólahalds, reksturs og uppbyggingar innviða og heilbrigðisstofnana og svo framvegis. Fyrirtækin, skólarnir, sjúkrahúsin og viðeigandi stofnanir sjá stefnu sína, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlanir liðast í sundur, því allt í einu er gefið upp á nýtt og spilin sem þau voru með á hendi eiga ekki lengur við. Það er blóðugt að hugsa til þess sem tapast við að breyta sífellt um kúrs í bókstaflega öllu, þegar okkur sem samfélagi lánast ekki að vinna faglega langtímastefnumótun í því sem skiptir okkur mestu máli og við vitum að við getum í raun öll verið sammála um, sama hvar í flokki eða atvinnugrein við störfum.Höfundur er framkvæmdastjóri Expectus og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gott samfélag er í mínum huga samfélag þar sem það telst eðlilegt ferli hjá yfirvöldum og öllum helstu hagsmunaaðilum að setjast reglulega niður og móta stefnu til 10-20 ára fyrir allar grundvallarstoðir samfélagsins. Grundvallarstoðir eins og heilbrigðismál, samgöngumál, loftslagsmál, menntun, rannsóknir og nýsköpun, atvinnuvegir og svo mætti lengi telja. Margir undirþættir eru svo í hverri grunnstoð, sem hver þarf sína sérstöku stefnu sem aftur tengist yfirstefnunni á skýran hátt. Þannig heyrir undir heilbrigðismál að móta sérstaka stefnu í öldrunarmálum og þar undir jafnvel sérstaka stefnu í því málefni aldraðra sem snýst um heilabilun. Innan heildstæðrar stefnu um menntamál þarf að fara dýpra í menntun og rannsóknir á hverju skólastigi með þar til gerðum undirstefnum. Þvert á skólastig mætti svo hugsa sér sérstaka stefnu um að kerfið í heild eigi að geta mætt aukinni þörf fyrir nýja þekkingu inn í ný störf sem bylting í tækniþróun er óðfluga að skapa. Þó nokkuð er til af stefnum í ofangreindum málaflokkum, en þær eiga það flestar sammerkt að ná aðeins til skamms tíma og að hafa ekki breitt eignarhald né sátt á bak við sig. Það þýðir að í hvert skipti sem ríkisstjórnarskipti eiga sér stað er bókstaflega allt undir. Heilu atvinnugreinarnar halda niðri í sér andanum á meðan ný ríkisstjórn vindur ofan af þeim ákvörðunum sem sú fyrri tók og kemur með nýjar áherslur. Þær áherslur umbylta svo öllu því sem myndar forsendur til atvinnureksturs, skólahalds, reksturs og uppbyggingar innviða og heilbrigðisstofnana og svo framvegis. Fyrirtækin, skólarnir, sjúkrahúsin og viðeigandi stofnanir sjá stefnu sína, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlanir liðast í sundur, því allt í einu er gefið upp á nýtt og spilin sem þau voru með á hendi eiga ekki lengur við. Það er blóðugt að hugsa til þess sem tapast við að breyta sífellt um kúrs í bókstaflega öllu, þegar okkur sem samfélagi lánast ekki að vinna faglega langtímastefnumótun í því sem skiptir okkur mestu máli og við vitum að við getum í raun öll verið sammála um, sama hvar í flokki eða atvinnugrein við störfum.Höfundur er framkvæmdastjóri Expectus og FKA-félagskona
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun