Braut gegn siðareglum lögmanna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. mars 2018 06:00 Málið á rætur að rekja til deilna Glitnis og Brims um afleiðusamninga. Vísir/HEiða Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna. Var lögmanninum, Ólafi Eiríkssyni, einum eigenda lögmannsstofunnar Logos, veitt áminning fyrir brot sín. Starfsmaðurinn fyrrverandi er vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur Brimi. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Í málinu gerir Glitnir kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að lögmaður Glitnis hafi sent starfsmanninum tölvupóst síðla árs 2016. Ólafur Eiriksson, lögmaður Glitnis HoldCoÞar hafi verið fullyrt að starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við Glitni banka haustið 2008 og gert við bankann afleiðusamninga fyrir hönd Brims. Jafnframt er staðhæft í póstinum að því sé haldið fram af hálfu Brims í áðurnefndu dómsmáli að starfsmaðurinn hafi ekki haft umboð til að gera umrædda samninga og hafi hann því gert þá í óþökk félagsins. Í lok tölvupóstsins tekur lögmaðurinn fram að séu samningar gerðir fyrir hönd annars aðila án umboðs geti sá sem þá gerir orðið persónulega ábyrgur fyrir þeim. Úrskurðarnefndin taldi að orðalag lögmannsins í póstinum hafi ekki verið í samræmi við staðreyndir málsins og þannig verið til þess fallið að blekkja starfsmanninn fyrrverandi. Væri ekki hægt að útiloka að efni póstsins hafi verið til þess fallið að vekja ótta og jafnvel óhug hjá starfsmanninum, sérstaklega þegar hafðir væru í huga þeir miklu fjárhagslegu hagsmunir sem um var deilt og möguleg persónuleg ábyrgð kæranda. Taldi nefndin því að hegðun lögmannsins hefði gengið gegn inntaki ákvæðis siðareglna lögmanna þar sem kveðið er á um að lögmaður skuli svo til allra mála leggja sem hann veit sannast eftir lögum og samvisku sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna. Var lögmanninum, Ólafi Eiríkssyni, einum eigenda lögmannsstofunnar Logos, veitt áminning fyrir brot sín. Starfsmaðurinn fyrrverandi er vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur Brimi. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Í málinu gerir Glitnir kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að lögmaður Glitnis hafi sent starfsmanninum tölvupóst síðla árs 2016. Ólafur Eiriksson, lögmaður Glitnis HoldCoÞar hafi verið fullyrt að starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við Glitni banka haustið 2008 og gert við bankann afleiðusamninga fyrir hönd Brims. Jafnframt er staðhæft í póstinum að því sé haldið fram af hálfu Brims í áðurnefndu dómsmáli að starfsmaðurinn hafi ekki haft umboð til að gera umrædda samninga og hafi hann því gert þá í óþökk félagsins. Í lok tölvupóstsins tekur lögmaðurinn fram að séu samningar gerðir fyrir hönd annars aðila án umboðs geti sá sem þá gerir orðið persónulega ábyrgur fyrir þeim. Úrskurðarnefndin taldi að orðalag lögmannsins í póstinum hafi ekki verið í samræmi við staðreyndir málsins og þannig verið til þess fallið að blekkja starfsmanninn fyrrverandi. Væri ekki hægt að útiloka að efni póstsins hafi verið til þess fallið að vekja ótta og jafnvel óhug hjá starfsmanninum, sérstaklega þegar hafðir væru í huga þeir miklu fjárhagslegu hagsmunir sem um var deilt og möguleg persónuleg ábyrgð kæranda. Taldi nefndin því að hegðun lögmannsins hefði gengið gegn inntaki ákvæðis siðareglna lögmanna þar sem kveðið er á um að lögmaður skuli svo til allra mála leggja sem hann veit sannast eftir lögum og samvisku sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira