Ætlar að borga 2,5 milljóna sekt liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 12:30 Chris Paul. Vísir/Getty Houston Rockets liðið er að gera frábæra hluti í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og þar er greinilega sterkur liðsandi ef marka má nýjustu fréttirnar úr herbúðum Eldflauganna. Gerald Green, leikmaður Houston Rockets liðsins, var í gær sektaður um 25 þúsund dali, 2,5 milljónir íslenskra króna, fyrir að hrinda miðherja Minnesota Timberwolves, Gorgui Dieng, í leik á dögunum. NBA tekur mjög hart á öllum slagsmálum inn á vellinum og hikar ekki við að senda viðkomandi leikmönnum stórar sektir. Gerald Green var rekinn út úr húsi fyrir þetta í leiknum sjálfum og fékk síðan sektina í ofanálag. Málið var að Green var þarna að koma til varnar liðsfélaga sínum. Dieng hafði rétt áður hrint Chris Paul í gólfið.Dieng threw Chris Paul out of the club, Gerald Green didn't like it pic.twitter.com/uraO23jXzh — Dime on UPROXX (@DimeUPROXX) March 19, 2018 „Ég kom bara þarna til að standa með mínum liðsfélaga. Ég sá þetta gerast og brást við. Ég þarf núna að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Gerald Green eftir leikinn. Chris Paul fær mun hærri laun en Gerald Green og hann var fljótur að bjóðast til að borga sektina fyrir hann. Houston Chronicle sagði frá því.Rockets' Chris Paul says he will pay any fine handed down to Gerald Green for shoving incident https://t.co/1oRM8o0t6H#kprc2#HouNewspic.twitter.com/XzQjl7OFBg — KPRC 2 Houston (@KPRC2) March 19, 2018 Chris Paul er með 24,6 milljónir dollara í laun á þessu tímabili en Gerald Green fær 28 sinnum minna eða „aðeins“ tæplega 873 þúsund dollara fyrir tímabilið. Sektin er því 2,9 prósent af heildarlaunum Gerald Green en aðeins 0,1 prósent af launum Chris Paul.FYI, CP3 & Green's 2018 salary via ESPN: Chris Paul: $24,599,495 Gerald Green: $872,854 https://t.co/4gh8GgHx5Z — Ballislife.com (@Ballislife) March 19, 2018 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Houston Rockets liðið er að gera frábæra hluti í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og þar er greinilega sterkur liðsandi ef marka má nýjustu fréttirnar úr herbúðum Eldflauganna. Gerald Green, leikmaður Houston Rockets liðsins, var í gær sektaður um 25 þúsund dali, 2,5 milljónir íslenskra króna, fyrir að hrinda miðherja Minnesota Timberwolves, Gorgui Dieng, í leik á dögunum. NBA tekur mjög hart á öllum slagsmálum inn á vellinum og hikar ekki við að senda viðkomandi leikmönnum stórar sektir. Gerald Green var rekinn út úr húsi fyrir þetta í leiknum sjálfum og fékk síðan sektina í ofanálag. Málið var að Green var þarna að koma til varnar liðsfélaga sínum. Dieng hafði rétt áður hrint Chris Paul í gólfið.Dieng threw Chris Paul out of the club, Gerald Green didn't like it pic.twitter.com/uraO23jXzh — Dime on UPROXX (@DimeUPROXX) March 19, 2018 „Ég kom bara þarna til að standa með mínum liðsfélaga. Ég sá þetta gerast og brást við. Ég þarf núna að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Gerald Green eftir leikinn. Chris Paul fær mun hærri laun en Gerald Green og hann var fljótur að bjóðast til að borga sektina fyrir hann. Houston Chronicle sagði frá því.Rockets' Chris Paul says he will pay any fine handed down to Gerald Green for shoving incident https://t.co/1oRM8o0t6H#kprc2#HouNewspic.twitter.com/XzQjl7OFBg — KPRC 2 Houston (@KPRC2) March 19, 2018 Chris Paul er með 24,6 milljónir dollara í laun á þessu tímabili en Gerald Green fær 28 sinnum minna eða „aðeins“ tæplega 873 þúsund dollara fyrir tímabilið. Sektin er því 2,9 prósent af heildarlaunum Gerald Green en aðeins 0,1 prósent af launum Chris Paul.FYI, CP3 & Green's 2018 salary via ESPN: Chris Paul: $24,599,495 Gerald Green: $872,854 https://t.co/4gh8GgHx5Z — Ballislife.com (@Ballislife) March 19, 2018
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira