Trump ver hamingjuóskir sínar til Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 23:18 Trump hefur virst ragur við að gagnrýna Pútín allt frá því að hann bauð sig fram til forseta á sínum tíma. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði í dag gagnrýni á að hann hefði óskað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt í símtali. Gott væri að bæta samskiptin við Rússa þar sem þeir gætu aðstoðað við lausn fjölda alþjóðlegra vandamála. Þrátt fyrir að þingmenn úr röðum repúblikana hafi verið á meðal þeirra sem deildu hart á hamingjuóskir Trump í símtalinu við Pútín í gær skellti forsetinn skuldinni á „falsfréttafjölmiðla“ eins og honum hefur lengi verið tamt á Twitter. Vafi leikur á að forsetakosningarnar í Rússlandi á sunnudag hafi í raun verið frjálsar en Pútín hlaut 76% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Þegar við bætist að rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og víðar og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi var ekki að undra að aðstoðarmenn Trump hafi skrifað með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ á minnisblöð fyrir forsetann fyrir símtalið við Pútín. Trump hunsaði þær ráðleggingar hins vegar og sagði fréttamönnum í gær að hann hefði óskað Pútín til hamingju. Þá sleppti hann að fordæma taugaeitursárásina þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi undirbúið minnisblað um það fyrir símtalið.Nefnir vandamál sem Rússar ollu sjálfir Í tístunum fullyrðir Trump að fjölmiðlar hafi viljað að hann „úthúðaði“ Pútín en að þeir hefðu rangt fyrir sér. „Það er gott að lynda við Rússa (og aðra), ekki slæmt,“ tísti Trump og vísaði til þess að rússnesk stjórnvöld gætu aðstoðað við að leysa úr málum í Norður-Kóreu, Sýrlandi, Úkraínu og á fleiri sviðum. Athygli vekur hins vegar að Rússar hafa sjálfir skapað hluta vandamálanna sem Trump vill að þeir hjálpi til við að leysa. Fréttaskýringarvefurinn Vox bendir þannig á að rússneski herinn hafi til dæmis haldið uppi stjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og valdið mannfalli óbreyttra borgara með loftárásum. Sérstaklega undarlegt þykir þó að Trump nefni Úkraínu þar sem átökin sem nú geisa í austurhluta landsins hófust þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talið er að rússneskir hermenn taki þátt í átökunum á laun. Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín hafi gefið skipun um það með það fyrir augum að hjálpa Trump.Bush var „ekki nógu snjall“ Trump gagnrýndi einnig fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna úr báðum flokkum í tístum sínum í dag. Þannig sagði hann að George W. Bush, síðasti forsetinn úr röðum repúblikana á undan honum sjálfum, hefði reynt að bæta samkomulagið við Rússa en „hann var ekki nógu snjall“. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra og síðar mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum árið 2016, hafi sömuleiðis reynt en þau hafi skort „orkuna eða straumana“. Þá benti Trump á að Obama hefði óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn árið 2012. Washington Post segir að í lýsingu Hvíta hússins á því símtali á sínum tíma hafi hins vegar komið fram að Obama og Pútín hefðu einnig rætt „mál sem Bandaríkin og Rússland hafa verið ósammála um, þar á meðal Sýrland og eldflaugavarnir“. Lauk Trump tístum sínum með orðunum: „FRIÐUR MEÐ STYRK!“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði í dag gagnrýni á að hann hefði óskað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt í símtali. Gott væri að bæta samskiptin við Rússa þar sem þeir gætu aðstoðað við lausn fjölda alþjóðlegra vandamála. Þrátt fyrir að þingmenn úr röðum repúblikana hafi verið á meðal þeirra sem deildu hart á hamingjuóskir Trump í símtalinu við Pútín í gær skellti forsetinn skuldinni á „falsfréttafjölmiðla“ eins og honum hefur lengi verið tamt á Twitter. Vafi leikur á að forsetakosningarnar í Rússlandi á sunnudag hafi í raun verið frjálsar en Pútín hlaut 76% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Þegar við bætist að rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og víðar og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi var ekki að undra að aðstoðarmenn Trump hafi skrifað með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ á minnisblöð fyrir forsetann fyrir símtalið við Pútín. Trump hunsaði þær ráðleggingar hins vegar og sagði fréttamönnum í gær að hann hefði óskað Pútín til hamingju. Þá sleppti hann að fordæma taugaeitursárásina þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi undirbúið minnisblað um það fyrir símtalið.Nefnir vandamál sem Rússar ollu sjálfir Í tístunum fullyrðir Trump að fjölmiðlar hafi viljað að hann „úthúðaði“ Pútín en að þeir hefðu rangt fyrir sér. „Það er gott að lynda við Rússa (og aðra), ekki slæmt,“ tísti Trump og vísaði til þess að rússnesk stjórnvöld gætu aðstoðað við að leysa úr málum í Norður-Kóreu, Sýrlandi, Úkraínu og á fleiri sviðum. Athygli vekur hins vegar að Rússar hafa sjálfir skapað hluta vandamálanna sem Trump vill að þeir hjálpi til við að leysa. Fréttaskýringarvefurinn Vox bendir þannig á að rússneski herinn hafi til dæmis haldið uppi stjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og valdið mannfalli óbreyttra borgara með loftárásum. Sérstaklega undarlegt þykir þó að Trump nefni Úkraínu þar sem átökin sem nú geisa í austurhluta landsins hófust þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talið er að rússneskir hermenn taki þátt í átökunum á laun. Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín hafi gefið skipun um það með það fyrir augum að hjálpa Trump.Bush var „ekki nógu snjall“ Trump gagnrýndi einnig fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna úr báðum flokkum í tístum sínum í dag. Þannig sagði hann að George W. Bush, síðasti forsetinn úr röðum repúblikana á undan honum sjálfum, hefði reynt að bæta samkomulagið við Rússa en „hann var ekki nógu snjall“. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra og síðar mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum árið 2016, hafi sömuleiðis reynt en þau hafi skort „orkuna eða straumana“. Þá benti Trump á að Obama hefði óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn árið 2012. Washington Post segir að í lýsingu Hvíta hússins á því símtali á sínum tíma hafi hins vegar komið fram að Obama og Pútín hefðu einnig rætt „mál sem Bandaríkin og Rússland hafa verið ósammála um, þar á meðal Sýrland og eldflaugavarnir“. Lauk Trump tístum sínum með orðunum: „FRIÐUR MEÐ STYRK!“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18
Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent