Sleppt úr gæsluvarðhaldi grunaður um ofbeldi gegn nýbakaðri móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2018 11:25 Landsréttur hefur fellt gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness úr gildi. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi. Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi.
Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira