Einar Rafn með hæstu meðaleikunn HBStatz eftir deildarkeppnina Einar Sigurvinsson skrifar 22. mars 2018 18:15 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH. Vísir/eyþór Deildarkeppni Olís-deildarinnar lauk í gærkvöldi og endaði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, með hæstu meðaleinkunn leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. Einar Rafn lék alla 22 leiki FH í deildarkeppninni og fékk hann 8,06 í meðaleikunn sem tryggði honum toppsætið á styrkleikalistanum (e. power rankings). Hann var markahæsti leikmaður FH liðsins með 138 mörk, að meðaltali 6,27 mörk í leik en það er fjórða hæsta markameðaltal deildarinnar. Hann var auk þess með 4,6 stoðsendingar að meðaltali í hverjum leik sem setur hann í 2. sæti á stoðsendingalistanum.Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/antonBjörgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, endaði í 2. sæti styrkleikalistans með 7,95 í meðaleinkunn. Björgvin Páll var með langhæstu meðaleinkunn markvarða deildarinnar en næstur á eftir honum á markvarðarlistanum kom Grétar Ari Guðjónsson í ÍR með 7,79 í meðaleinkunn. Björgvin Páll varði að meðaltali 13,5 skot í leik og 38,9 prósent allra skota sem á hann komu. Hann var einnig með flestar stoðsendingar markvarða deildarinnar en hann lagði að meðaltali upp 1,5 mark í leik.Haukur Þrastarson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/stefánHinn 16 ára gamli leikmaður Selfoss, Haukur Þrastarson, endaði í 3.sæti á styrkleikalistanum. Hann var í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum auk þess sem varnareinkunn Hauks var sú þriðja hæsta í deildinni. Hann stal að meðaltali 1,1 bolta í hverjum leik, sem er næst hæsta meðaleikunn allra leikmanna, Kristján Örn Kristjánsson í Fjölni var hæstur á þeim lista með 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Haukur var auk þess með fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik en aðeins Gunnar Malquist Þórsson í Aftureldingu og Alexander Örn Júlíusson í Val voru með hærri meðaleinkunn í þeim flokki af leikmönnum sem léku fleiri en einn leik. Bjarki Már Gunnarsson í Stjörnunni var hæstur á varnarstyrkleikalistanum með 7,95 í varnareinkunn. Næstur á eftir honum kom Ísak Rafnsson í FH. Bjarki Már varði að meðaltali 1,2 skot í leik, næst flest skot allra útileikmanna. Ísak Rafnsson var hæstur á þeim lista með 1,8 varin skot að meðaltali.Bjarki Már Gunnarsson er efstur á varnarstyrkleikalistanum.Vísir/Andri MarinóStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,06 2. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,95 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,83 4. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 7,82 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,74 7. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,73 8. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,62 9. Anton Rúnarsson, Valur - 7,59 10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR - 7,49Sóknarstyrkleikalisti: 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,27 3. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,26 4. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,13 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 8,06 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,02 7. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,01 8. Anton Rúnarsson, Valur - 7,99 9. Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 7,89 10. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,89Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,95 2. Ísak Rafnsson, FH - 7,69 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7.65 4. Ágúst Birgisson, FH - 7,51 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,40 6. Daníel Ingason, Haukar - 7,39 7. Gunnar Malquist Þórsson, Afturelding - 7,37 8. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,21 9. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,20 10. Elvar Örn Jónsson, 7,19Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,62 2. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,79 3. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 7,77 4. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,58 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,24 6. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,24 7. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingur - 7,05 9. Stephen Nielsen, ÍBV - 6,99 10. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,97 Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Deildarkeppni Olís-deildarinnar lauk í gærkvöldi og endaði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, með hæstu meðaleinkunn leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. Einar Rafn lék alla 22 leiki FH í deildarkeppninni og fékk hann 8,06 í meðaleikunn sem tryggði honum toppsætið á styrkleikalistanum (e. power rankings). Hann var markahæsti leikmaður FH liðsins með 138 mörk, að meðaltali 6,27 mörk í leik en það er fjórða hæsta markameðaltal deildarinnar. Hann var auk þess með 4,6 stoðsendingar að meðaltali í hverjum leik sem setur hann í 2. sæti á stoðsendingalistanum.Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/antonBjörgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, endaði í 2. sæti styrkleikalistans með 7,95 í meðaleinkunn. Björgvin Páll var með langhæstu meðaleinkunn markvarða deildarinnar en næstur á eftir honum á markvarðarlistanum kom Grétar Ari Guðjónsson í ÍR með 7,79 í meðaleinkunn. Björgvin Páll varði að meðaltali 13,5 skot í leik og 38,9 prósent allra skota sem á hann komu. Hann var einnig með flestar stoðsendingar markvarða deildarinnar en hann lagði að meðaltali upp 1,5 mark í leik.Haukur Þrastarson er í 2. sæti styrkleikalistans.vísir/stefánHinn 16 ára gamli leikmaður Selfoss, Haukur Þrastarson, endaði í 3.sæti á styrkleikalistanum. Hann var í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum auk þess sem varnareinkunn Hauks var sú þriðja hæsta í deildinni. Hann stal að meðaltali 1,1 bolta í hverjum leik, sem er næst hæsta meðaleikunn allra leikmanna, Kristján Örn Kristjánsson í Fjölni var hæstur á þeim lista með 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Haukur var auk þess með fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik en aðeins Gunnar Malquist Þórsson í Aftureldingu og Alexander Örn Júlíusson í Val voru með hærri meðaleinkunn í þeim flokki af leikmönnum sem léku fleiri en einn leik. Bjarki Már Gunnarsson í Stjörnunni var hæstur á varnarstyrkleikalistanum með 7,95 í varnareinkunn. Næstur á eftir honum kom Ísak Rafnsson í FH. Bjarki Már varði að meðaltali 1,2 skot í leik, næst flest skot allra útileikmanna. Ísak Rafnsson var hæstur á þeim lista með 1,8 varin skot að meðaltali.Bjarki Már Gunnarsson er efstur á varnarstyrkleikalistanum.Vísir/Andri MarinóStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,06 2. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,95 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,83 4. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 7,82 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,74 7. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,73 8. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,62 9. Anton Rúnarsson, Valur - 7,59 10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR - 7,49Sóknarstyrkleikalisti: 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,27 3. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,26 4. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,13 5. Elvar Örn Jónsson, Selfoss - 8,06 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,02 7. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,01 8. Anton Rúnarsson, Valur - 7,99 9. Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 7,89 10. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV - 7,89Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,95 2. Ísak Rafnsson, FH - 7,69 3. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7.65 4. Ágúst Birgisson, FH - 7,51 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,40 6. Daníel Ingason, Haukar - 7,39 7. Gunnar Malquist Þórsson, Afturelding - 7,37 8. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,21 9. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,20 10. Elvar Örn Jónsson, 7,19Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,62 2. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,79 3. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 7,77 4. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,58 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,24 6. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,24 7. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingur - 7,05 9. Stephen Nielsen, ÍBV - 6,99 10. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,97
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira