Lögmaður Trump hættur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 16:10 John Dowd, lögmaður Trump. Vísir/Getty John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00