Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Gera á stórátak í leikskólamálum í Reykjavíkurborg á næstu árum. Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Þannig er stefnt á að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólaþjónustu á vegum borgarinnar. Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á næstu árum. Í tilkynningu segir að jafnframt verði gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta aðstöðu á leikskólum og vinnuumhverfi leikskólakennara og annars starfsfólks. Tillögur um uppbyggingu leikskólanna byggjast á vinnu starfshóps um verkefnið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, sem borgarstjóri skipaði á vordögum 2016. Aðgerðirnar eru sundurliðaðar eftir borgarhlutum og taka mið af áformum um þéttingu byggðar, nýjum hverfum og spám sem fyrir liggja um væntanlegan barnafjölda í hverfunum. Aðgerðirnar sem kynntar voru í borgarráði fela enn fremur í sér að gripið er til margvíslegra aðgerða til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum borgarinnar. Þær byggjast á tillögum starfshóps skóla- og frístundaráðs um nýliðun og bætt vinnuumhverfi leikskólakennara sem skilaði niðurstöðum í síðustu viku. Þar er meðal annars lögð áhersla á aukið rými barna, fjölgun starfsfólks á elstu deildum, aukinn undirbúningstíma, fjölgun leikskólakennara og annars fagfólks, fjármagn til heilsueflingar og liðsheildarvinnu, aðgerðir til að efla móttöku nýliða m.a. með handleiðslu, ímyndarvinnu og kynningu á störfum á leikskólum. Loks var samþykkt tillaga um að auglýst verði 60 sumarstörf á leikskólum fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á námi í kennslu- og uppeldisfræðum. Markmiðið er að kveikja áhuga ungs fólks á því að starfa á leikskólum og leggja stund á nám í leikskólakennarafræðum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Þannig er stefnt á að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólaþjónustu á vegum borgarinnar. Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á næstu árum. Í tilkynningu segir að jafnframt verði gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta aðstöðu á leikskólum og vinnuumhverfi leikskólakennara og annars starfsfólks. Tillögur um uppbyggingu leikskólanna byggjast á vinnu starfshóps um verkefnið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, sem borgarstjóri skipaði á vordögum 2016. Aðgerðirnar eru sundurliðaðar eftir borgarhlutum og taka mið af áformum um þéttingu byggðar, nýjum hverfum og spám sem fyrir liggja um væntanlegan barnafjölda í hverfunum. Aðgerðirnar sem kynntar voru í borgarráði fela enn fremur í sér að gripið er til margvíslegra aðgerða til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum borgarinnar. Þær byggjast á tillögum starfshóps skóla- og frístundaráðs um nýliðun og bætt vinnuumhverfi leikskólakennara sem skilaði niðurstöðum í síðustu viku. Þar er meðal annars lögð áhersla á aukið rými barna, fjölgun starfsfólks á elstu deildum, aukinn undirbúningstíma, fjölgun leikskólakennara og annars fagfólks, fjármagn til heilsueflingar og liðsheildarvinnu, aðgerðir til að efla móttöku nýliða m.a. með handleiðslu, ímyndarvinnu og kynningu á störfum á leikskólum. Loks var samþykkt tillaga um að auglýst verði 60 sumarstörf á leikskólum fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á námi í kennslu- og uppeldisfræðum. Markmiðið er að kveikja áhuga ungs fólks á því að starfa á leikskólum og leggja stund á nám í leikskólakennarafræðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11