Innlent

Óku stolnum bíl út af veginum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ökumaður og farþegi voru í annarlegu ástandi.
Ökumaður og farþegi voru í annarlegu ástandi. Vísir/eyþór
Sjö ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaðir um akstur undur áhrifum áfengis eða fíknefna.

Einn ökumannanna ók bíl sínum út af Elliðavatnsvegi nærri Vífilstaðavatni á fjórða tímanum í nótt. Þegar lögreglan kom á vettvang þótti henni augljóst að ökumaðurinn og farþegi hans væru báðir í annarlegu ástandi. Við nánari eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að bíllinn sem þeir voru á hafði verið tekinn ófrjálsri hendi. Bæði ökumaðurinn og farþeginn voru fluttir í fangageymslu þar sem þeir hafa fengið að sofa úr sér. Þeir mega búast við því að vera yfirheyrðir síðar í dag vegna málsins.

Þá stöðvaði vegfarandi hjólaþjóf á Grettisgötu á öðrum tímanum í nótt. Í samtali við lögreglumenn sagði vegfarandinn að þjófurinn hafi brotið upp lásinn á hjólinu með kúbeini en gera má ráð fyrir því að hann hafi hlaupið af vettvangi þegar hann varð vegfarandans var. Lögreglan segist hafa tekið við málinu en ekki fylgir sögunni hvort vitað sé hver þarna var að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×