Selfoss kærir leik ÍBV og Fram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:56 Agnar fagnar eftir sigurmarkið á miðvikudaginn. vísir/valli Handknattleiksdeild UMF Selfoss hefur kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í loka umferð Olís deildar karla sem fram fór á miðvikudag. Stjórn handknattleiksdeildar gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag. Íþróttadeild greindi frá því í gær að Fram hefði átt að fá vítakast eftir sigurmark Agnars Smára Jónssonar þar sem ÍBV var með of marga leikmenn inni á vellinum. Þar sem ÍBV vann leikinn urðu Eyjamenn deildarmeistarar en hefðu Framarar skorað úr vítakastinu og jafntefli orðið niðurstaðan hefði Selfoss orðið deildarmeistari. Í ljósi myndbandsins sem birtist á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur Selfoss ákveðið að kæra.Sjá einnig: Fram átti að fá vítakast eftir sigurmark ÍBV Í yfirlýsingunni segir að: „Kröfur kæranda eru að endurtekinn verði sá leiktími sem var eftir þegar hið kærða atvik átti sér stað en til vara að leikurinn verði spilaður aftur í heild sinni.“ „Úrslit leiksins ráða því hvort ÍBV eða Umf. Selfoss séu deildarmeistarar og varðar því rétt framkvæmd leiksins miklu fyrir bæði félögin.“Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild Umf. Selfoss Stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss ákvað á fundi hinn 22. mars sl. að kæra framkvæmd leiks Fram og ÍBV sem fram fór 21. mars sl. Af upptökum sem birst hafa opinberlega af leiknum er ljóst að ÍBV tefldi fram of mörgum leikmönnum á síðustu sekúndum leiksins, sbr. visir.is; https://www.visir.is/g/2018180329567/fram-atti-ad-fa-vitakast-eftir-sigurmark-ibv-Af leikreglum HSÍ er ljóst að refsing við broti sem þessu er brottvísun leikmanns og vítakast til handa mótherja. Kröfur kæranda eru að endurteknn verði sá leiktími sem var eftir þegar hið kærða atvik átti sér stað en til vara að leikurinn verði spilaður aftur í heild sinni. Úrslit leiksins ráða því hvort ÍBV eða Umf. Selfoss séu deildarmeistarar og varðar því rétt framkvæmd leiksins miklu fyrir bæði félögin. Selfossi, 23. mars 2018; Handknattleiksdeild Umf. Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 33-34 | Agnar tryggði ÍBV deildarmeistaratitilinn ÍBV er deildarmeistari eftir að Agnar Smári Jónsson tryggði ÍBV sigur gegn Fram fjórum sekúndum fyrir leikslok. 21. mars 2018 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 37-26 | Sigurinn dugði Selfyssingum ekki Selfoss endar deildarkeppnina í 2. sæti og mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni. 21. mars 2018 23:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Handknattleiksdeild UMF Selfoss hefur kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í loka umferð Olís deildar karla sem fram fór á miðvikudag. Stjórn handknattleiksdeildar gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag. Íþróttadeild greindi frá því í gær að Fram hefði átt að fá vítakast eftir sigurmark Agnars Smára Jónssonar þar sem ÍBV var með of marga leikmenn inni á vellinum. Þar sem ÍBV vann leikinn urðu Eyjamenn deildarmeistarar en hefðu Framarar skorað úr vítakastinu og jafntefli orðið niðurstaðan hefði Selfoss orðið deildarmeistari. Í ljósi myndbandsins sem birtist á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur Selfoss ákveðið að kæra.Sjá einnig: Fram átti að fá vítakast eftir sigurmark ÍBV Í yfirlýsingunni segir að: „Kröfur kæranda eru að endurtekinn verði sá leiktími sem var eftir þegar hið kærða atvik átti sér stað en til vara að leikurinn verði spilaður aftur í heild sinni.“ „Úrslit leiksins ráða því hvort ÍBV eða Umf. Selfoss séu deildarmeistarar og varðar því rétt framkvæmd leiksins miklu fyrir bæði félögin.“Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild Umf. Selfoss Stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss ákvað á fundi hinn 22. mars sl. að kæra framkvæmd leiks Fram og ÍBV sem fram fór 21. mars sl. Af upptökum sem birst hafa opinberlega af leiknum er ljóst að ÍBV tefldi fram of mörgum leikmönnum á síðustu sekúndum leiksins, sbr. visir.is; https://www.visir.is/g/2018180329567/fram-atti-ad-fa-vitakast-eftir-sigurmark-ibv-Af leikreglum HSÍ er ljóst að refsing við broti sem þessu er brottvísun leikmanns og vítakast til handa mótherja. Kröfur kæranda eru að endurteknn verði sá leiktími sem var eftir þegar hið kærða atvik átti sér stað en til vara að leikurinn verði spilaður aftur í heild sinni. Úrslit leiksins ráða því hvort ÍBV eða Umf. Selfoss séu deildarmeistarar og varðar því rétt framkvæmd leiksins miklu fyrir bæði félögin. Selfossi, 23. mars 2018; Handknattleiksdeild Umf. Selfoss
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 33-34 | Agnar tryggði ÍBV deildarmeistaratitilinn ÍBV er deildarmeistari eftir að Agnar Smári Jónsson tryggði ÍBV sigur gegn Fram fjórum sekúndum fyrir leikslok. 21. mars 2018 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 37-26 | Sigurinn dugði Selfyssingum ekki Selfoss endar deildarkeppnina í 2. sæti og mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni. 21. mars 2018 23:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 33-34 | Agnar tryggði ÍBV deildarmeistaratitilinn ÍBV er deildarmeistari eftir að Agnar Smári Jónsson tryggði ÍBV sigur gegn Fram fjórum sekúndum fyrir leikslok. 21. mars 2018 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 37-26 | Sigurinn dugði Selfyssingum ekki Selfoss endar deildarkeppnina í 2. sæti og mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni. 21. mars 2018 23:15