Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2018 14:30 John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Vísir/AFP John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er umdeildur maður. Hann hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu. Hann var andsnúinn kjarnorkusamkomulaginu við Íran og fór manna fremst í því að halda því ranglega fram að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn í aðdraganda seinna Írakstríðsins. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta ráðningu Bolton en þegar George W. Bush reyndi að ráða hann í starf sem þarfnaðist staðfestingar neituðu þingmenn beggja flokka. Þeim þótti Bolton of öfgafullur. Sömuleiðis er Trump sagður hafa viljað fá Bolton sem aðstoðarutanríkisráðherra áður en hann tók við embætti forseta en aftur mótmæltu þingmenn beggja flokka og Repúblikaninn Rand Paul hét því að koma í veg fyrir þá ráðningu.Politico vekur athygli á ritgerð Bolton frá árinu 2000 þar sem hann lýsti stjórnmálum Bandaríkjanna sem átökum tveggja fylkinga; Bandaríkjasinna og Hnattvæðingarsinna. Sem Bandaríkjasinni væri hann að há stríð, sem þegar væri tapað, um sál Bandaríkjanna.Hann gagnrýndi síðan nánast alla alþjóðasáttmála og samkomulög sem Bandaríkin eru aðilar að. Kyoto sáttmálan, Jarðsprengjusáttmálann og Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Síðan þá hefur einnig ítrekað gagnrýnt aðkomu Bandaríkjanna að samningnum um bann gegn efnavopnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þegar Bolton vann fyrir George W. Bush reitti hann bandamenn Bandaríkjanna iðulega til reiði og reyndu bæði Colin Powell, utanríkisráðherra, og Condoleezza Rice, sem tók við af Powell, að losna við hann. Þegar verið var að semja við ríkisstjórn Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, um að hætta framleiðslu kjarnorkuvopna kröfðust embættismenn í Bretlandi þess að Bolton fengi ekki að koma að viðræðunum eftir að Bolton neitaði að sætta sig við að Líbýa myndi hætta við framleiðslu kjarnorkuvopna og Bandaríkin myndu hætta að reyna að velta Gaddafi úr sessi.Blóðsuga og drullusokkur Þegar Bolton var sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir George W. Bush lýsti opinber fjölmiðill Norður-Kóreu honum ítrekað sem „drullusokki“, „blóðsugu“ og skrímsli án vitsmuna því hann var ekki feiminn um að opinbera skoðun sína um að Bandaríkin ættu að ráðast á ríkið og fella einræðisstjórn Kim fjölskyldunnar. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa áhyggjur af ráðningu Bolton og því að hann hafi nú greiðan aðgang að eyra forseta Bandaríkjanna. Nú síðast í febrúar skrifaði Bolton grein í Wall Street Journal þar sem hann sagði að Bandaríkin ættu ekki að bíða þar til það væri of seint að ráðast á einræðisríkið og áður hafði hann skrifað að Bandaríkin ættu að grípa til aðgerða þó bandamenn þeirra í Asíu væru andvígir því.Þetta hefur hann líka sagt í sjónvarpi þar sem hann er reglulegur gestur í þáttum Fox News. Það er ástæða fyrir því að íbúar Suður-Kóreu hafa lítinn áhuga á stríði við Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir hverjir sammála um að slíkt stríð yrði líklega einstaklega grimmilegt þó Norður-Kórea búi ekki yfir birgðum af eldsneyti og öðru sem nauðsynlegt er til að há stríð. Þeir eiga þó mikið af stórskotaliði sem er ávalt miðað á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu þar sem 25 milljónir búa, og nægar birgðir af efnavopnum sem mögulega gæti verið beitt gegn Suður-Kóreu ef Kim Jong Un telur sig ekki hafa neinu að tapa.Þar að auki er talið að Norður-Kórea eigi þegar nokkur kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Suður-Kóreu. Þó stríð á Kóreuskaganum myndi ekki standa lengi yfir, það er að segja ef yfirvöld Kína ákveða að grípa ekki inn í eins og þeir gerðu á árum áður, er ljóst að Suður-Kórea og íbúar ríkisins myndu gjalda fyrir slíkt stríð.Eins og áður segir var Bolton meðal fremstu manna að sannfæra heiminn um að innrás George W. Bush og Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í Írak væri réttmæt vegna þess að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn. Þá starfaði Bolton í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og þegar starfsmenn ráðuneytisins lýstu yfir efasemdum um vopnaframleiðslu Saddam var þeim meinað að sitja fundi um málið. Saddam Hussein reyndist svo ekki vera að framleiða gereyðingarvopn. Bolton hefur þó haldið því fram að hann trúi því enn að það hefði verið rétt ákvörðun að ráðast inn í Írak. Donald Trump hefur ávalt haldið því, ranglega, fram að hann hafi verið á móti innrásinni í Írak. Hún hafi reynst allsherjar sóun á lífum og peningum.Vox bendir á að í september 2013 hafi Trump þar að auki tíst um að enginn af fyrrverandi starfsmönnum George W. Bush ætti að koma að málefnum Sýrlands og Írak. Þeir ættu ekki að hafa rétt til þess. Sem þjóðaröryggisráðgjafi mun Bolton þá hafa áhrif á málefni beggja ríkja og margra annarra þar sem hann mun að miklu leyti móta varnarmálastefnu Bandaríkjanna.All former Bush administration officials should have zero standing on Syria. Iraq was a waste of blood & treasure.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2013 Samkvæmt frétt CNN hefur Bolton sagt að fyrrum yfirlýsingar hans séu nú í fortíðinni. Það sem skipti máli verða ákvarðanir Trump og ráð Bolton til forsetans.Trump og H.R. McMaster, núverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, náðu aldrei saman og hefur brottrekstur hans legið í loftinu í nokkrar vikur. McMaster barðist í Írak og var talinn einn af bestu hugsuðum hersins varðandi skæruhernað og framtíðarhernað yfir höfuð. McMaster upplýsti forsetann um stöðu mála heimsins á morgnana og herma heimildir miðla í Bandaríkjunum að Trump hafi jafnvel reynt að forðast þá fundi og fá þá stytta. Sundum á Trump að hafa sagt McMaster að hann skildi tiltekin mál til þess að fá hann til að hætta að tala og hann á að hafa sagt starfsfólki sínu að hann vildi ekki funda með McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Sé eitthvað að marka ummæli Bolton á Fox að undanförnu munu hann og Trump þó ná vel saman. Bolton hafði lengi talað um að allar viðræður við Norður-Kóreu væru tímaeyðsla og óþarfar. Það var þar til Trump ákvað að hitta Kim Jong Un. Bolton hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er umdeildur maður. Hann hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu. Hann var andsnúinn kjarnorkusamkomulaginu við Íran og fór manna fremst í því að halda því ranglega fram að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn í aðdraganda seinna Írakstríðsins. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta ráðningu Bolton en þegar George W. Bush reyndi að ráða hann í starf sem þarfnaðist staðfestingar neituðu þingmenn beggja flokka. Þeim þótti Bolton of öfgafullur. Sömuleiðis er Trump sagður hafa viljað fá Bolton sem aðstoðarutanríkisráðherra áður en hann tók við embætti forseta en aftur mótmæltu þingmenn beggja flokka og Repúblikaninn Rand Paul hét því að koma í veg fyrir þá ráðningu.Politico vekur athygli á ritgerð Bolton frá árinu 2000 þar sem hann lýsti stjórnmálum Bandaríkjanna sem átökum tveggja fylkinga; Bandaríkjasinna og Hnattvæðingarsinna. Sem Bandaríkjasinni væri hann að há stríð, sem þegar væri tapað, um sál Bandaríkjanna.Hann gagnrýndi síðan nánast alla alþjóðasáttmála og samkomulög sem Bandaríkin eru aðilar að. Kyoto sáttmálan, Jarðsprengjusáttmálann og Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Síðan þá hefur einnig ítrekað gagnrýnt aðkomu Bandaríkjanna að samningnum um bann gegn efnavopnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þegar Bolton vann fyrir George W. Bush reitti hann bandamenn Bandaríkjanna iðulega til reiði og reyndu bæði Colin Powell, utanríkisráðherra, og Condoleezza Rice, sem tók við af Powell, að losna við hann. Þegar verið var að semja við ríkisstjórn Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, um að hætta framleiðslu kjarnorkuvopna kröfðust embættismenn í Bretlandi þess að Bolton fengi ekki að koma að viðræðunum eftir að Bolton neitaði að sætta sig við að Líbýa myndi hætta við framleiðslu kjarnorkuvopna og Bandaríkin myndu hætta að reyna að velta Gaddafi úr sessi.Blóðsuga og drullusokkur Þegar Bolton var sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir George W. Bush lýsti opinber fjölmiðill Norður-Kóreu honum ítrekað sem „drullusokki“, „blóðsugu“ og skrímsli án vitsmuna því hann var ekki feiminn um að opinbera skoðun sína um að Bandaríkin ættu að ráðast á ríkið og fella einræðisstjórn Kim fjölskyldunnar. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa áhyggjur af ráðningu Bolton og því að hann hafi nú greiðan aðgang að eyra forseta Bandaríkjanna. Nú síðast í febrúar skrifaði Bolton grein í Wall Street Journal þar sem hann sagði að Bandaríkin ættu ekki að bíða þar til það væri of seint að ráðast á einræðisríkið og áður hafði hann skrifað að Bandaríkin ættu að grípa til aðgerða þó bandamenn þeirra í Asíu væru andvígir því.Þetta hefur hann líka sagt í sjónvarpi þar sem hann er reglulegur gestur í þáttum Fox News. Það er ástæða fyrir því að íbúar Suður-Kóreu hafa lítinn áhuga á stríði við Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir hverjir sammála um að slíkt stríð yrði líklega einstaklega grimmilegt þó Norður-Kórea búi ekki yfir birgðum af eldsneyti og öðru sem nauðsynlegt er til að há stríð. Þeir eiga þó mikið af stórskotaliði sem er ávalt miðað á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu þar sem 25 milljónir búa, og nægar birgðir af efnavopnum sem mögulega gæti verið beitt gegn Suður-Kóreu ef Kim Jong Un telur sig ekki hafa neinu að tapa.Þar að auki er talið að Norður-Kórea eigi þegar nokkur kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Suður-Kóreu. Þó stríð á Kóreuskaganum myndi ekki standa lengi yfir, það er að segja ef yfirvöld Kína ákveða að grípa ekki inn í eins og þeir gerðu á árum áður, er ljóst að Suður-Kórea og íbúar ríkisins myndu gjalda fyrir slíkt stríð.Eins og áður segir var Bolton meðal fremstu manna að sannfæra heiminn um að innrás George W. Bush og Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í Írak væri réttmæt vegna þess að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn. Þá starfaði Bolton í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og þegar starfsmenn ráðuneytisins lýstu yfir efasemdum um vopnaframleiðslu Saddam var þeim meinað að sitja fundi um málið. Saddam Hussein reyndist svo ekki vera að framleiða gereyðingarvopn. Bolton hefur þó haldið því fram að hann trúi því enn að það hefði verið rétt ákvörðun að ráðast inn í Írak. Donald Trump hefur ávalt haldið því, ranglega, fram að hann hafi verið á móti innrásinni í Írak. Hún hafi reynst allsherjar sóun á lífum og peningum.Vox bendir á að í september 2013 hafi Trump þar að auki tíst um að enginn af fyrrverandi starfsmönnum George W. Bush ætti að koma að málefnum Sýrlands og Írak. Þeir ættu ekki að hafa rétt til þess. Sem þjóðaröryggisráðgjafi mun Bolton þá hafa áhrif á málefni beggja ríkja og margra annarra þar sem hann mun að miklu leyti móta varnarmálastefnu Bandaríkjanna.All former Bush administration officials should have zero standing on Syria. Iraq was a waste of blood & treasure.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2013 Samkvæmt frétt CNN hefur Bolton sagt að fyrrum yfirlýsingar hans séu nú í fortíðinni. Það sem skipti máli verða ákvarðanir Trump og ráð Bolton til forsetans.Trump og H.R. McMaster, núverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, náðu aldrei saman og hefur brottrekstur hans legið í loftinu í nokkrar vikur. McMaster barðist í Írak og var talinn einn af bestu hugsuðum hersins varðandi skæruhernað og framtíðarhernað yfir höfuð. McMaster upplýsti forsetann um stöðu mála heimsins á morgnana og herma heimildir miðla í Bandaríkjunum að Trump hafi jafnvel reynt að forðast þá fundi og fá þá stytta. Sundum á Trump að hafa sagt McMaster að hann skildi tiltekin mál til þess að fá hann til að hætta að tala og hann á að hafa sagt starfsfólki sínu að hann vildi ekki funda með McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Sé eitthvað að marka ummæli Bolton á Fox að undanförnu munu hann og Trump þó ná vel saman. Bolton hafði lengi talað um að allar viðræður við Norður-Kóreu væru tímaeyðsla og óþarfar. Það var þar til Trump ákvað að hitta Kim Jong Un. Bolton hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent