Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2018 14:30 John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Vísir/AFP John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er umdeildur maður. Hann hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu. Hann var andsnúinn kjarnorkusamkomulaginu við Íran og fór manna fremst í því að halda því ranglega fram að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn í aðdraganda seinna Írakstríðsins. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta ráðningu Bolton en þegar George W. Bush reyndi að ráða hann í starf sem þarfnaðist staðfestingar neituðu þingmenn beggja flokka. Þeim þótti Bolton of öfgafullur. Sömuleiðis er Trump sagður hafa viljað fá Bolton sem aðstoðarutanríkisráðherra áður en hann tók við embætti forseta en aftur mótmæltu þingmenn beggja flokka og Repúblikaninn Rand Paul hét því að koma í veg fyrir þá ráðningu.Politico vekur athygli á ritgerð Bolton frá árinu 2000 þar sem hann lýsti stjórnmálum Bandaríkjanna sem átökum tveggja fylkinga; Bandaríkjasinna og Hnattvæðingarsinna. Sem Bandaríkjasinni væri hann að há stríð, sem þegar væri tapað, um sál Bandaríkjanna.Hann gagnrýndi síðan nánast alla alþjóðasáttmála og samkomulög sem Bandaríkin eru aðilar að. Kyoto sáttmálan, Jarðsprengjusáttmálann og Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Síðan þá hefur einnig ítrekað gagnrýnt aðkomu Bandaríkjanna að samningnum um bann gegn efnavopnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þegar Bolton vann fyrir George W. Bush reitti hann bandamenn Bandaríkjanna iðulega til reiði og reyndu bæði Colin Powell, utanríkisráðherra, og Condoleezza Rice, sem tók við af Powell, að losna við hann. Þegar verið var að semja við ríkisstjórn Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, um að hætta framleiðslu kjarnorkuvopna kröfðust embættismenn í Bretlandi þess að Bolton fengi ekki að koma að viðræðunum eftir að Bolton neitaði að sætta sig við að Líbýa myndi hætta við framleiðslu kjarnorkuvopna og Bandaríkin myndu hætta að reyna að velta Gaddafi úr sessi.Blóðsuga og drullusokkur Þegar Bolton var sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir George W. Bush lýsti opinber fjölmiðill Norður-Kóreu honum ítrekað sem „drullusokki“, „blóðsugu“ og skrímsli án vitsmuna því hann var ekki feiminn um að opinbera skoðun sína um að Bandaríkin ættu að ráðast á ríkið og fella einræðisstjórn Kim fjölskyldunnar. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa áhyggjur af ráðningu Bolton og því að hann hafi nú greiðan aðgang að eyra forseta Bandaríkjanna. Nú síðast í febrúar skrifaði Bolton grein í Wall Street Journal þar sem hann sagði að Bandaríkin ættu ekki að bíða þar til það væri of seint að ráðast á einræðisríkið og áður hafði hann skrifað að Bandaríkin ættu að grípa til aðgerða þó bandamenn þeirra í Asíu væru andvígir því.Þetta hefur hann líka sagt í sjónvarpi þar sem hann er reglulegur gestur í þáttum Fox News. Það er ástæða fyrir því að íbúar Suður-Kóreu hafa lítinn áhuga á stríði við Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir hverjir sammála um að slíkt stríð yrði líklega einstaklega grimmilegt þó Norður-Kórea búi ekki yfir birgðum af eldsneyti og öðru sem nauðsynlegt er til að há stríð. Þeir eiga þó mikið af stórskotaliði sem er ávalt miðað á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu þar sem 25 milljónir búa, og nægar birgðir af efnavopnum sem mögulega gæti verið beitt gegn Suður-Kóreu ef Kim Jong Un telur sig ekki hafa neinu að tapa.Þar að auki er talið að Norður-Kórea eigi þegar nokkur kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Suður-Kóreu. Þó stríð á Kóreuskaganum myndi ekki standa lengi yfir, það er að segja ef yfirvöld Kína ákveða að grípa ekki inn í eins og þeir gerðu á árum áður, er ljóst að Suður-Kórea og íbúar ríkisins myndu gjalda fyrir slíkt stríð.Eins og áður segir var Bolton meðal fremstu manna að sannfæra heiminn um að innrás George W. Bush og Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í Írak væri réttmæt vegna þess að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn. Þá starfaði Bolton í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og þegar starfsmenn ráðuneytisins lýstu yfir efasemdum um vopnaframleiðslu Saddam var þeim meinað að sitja fundi um málið. Saddam Hussein reyndist svo ekki vera að framleiða gereyðingarvopn. Bolton hefur þó haldið því fram að hann trúi því enn að það hefði verið rétt ákvörðun að ráðast inn í Írak. Donald Trump hefur ávalt haldið því, ranglega, fram að hann hafi verið á móti innrásinni í Írak. Hún hafi reynst allsherjar sóun á lífum og peningum.Vox bendir á að í september 2013 hafi Trump þar að auki tíst um að enginn af fyrrverandi starfsmönnum George W. Bush ætti að koma að málefnum Sýrlands og Írak. Þeir ættu ekki að hafa rétt til þess. Sem þjóðaröryggisráðgjafi mun Bolton þá hafa áhrif á málefni beggja ríkja og margra annarra þar sem hann mun að miklu leyti móta varnarmálastefnu Bandaríkjanna.All former Bush administration officials should have zero standing on Syria. Iraq was a waste of blood & treasure.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2013 Samkvæmt frétt CNN hefur Bolton sagt að fyrrum yfirlýsingar hans séu nú í fortíðinni. Það sem skipti máli verða ákvarðanir Trump og ráð Bolton til forsetans.Trump og H.R. McMaster, núverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, náðu aldrei saman og hefur brottrekstur hans legið í loftinu í nokkrar vikur. McMaster barðist í Írak og var talinn einn af bestu hugsuðum hersins varðandi skæruhernað og framtíðarhernað yfir höfuð. McMaster upplýsti forsetann um stöðu mála heimsins á morgnana og herma heimildir miðla í Bandaríkjunum að Trump hafi jafnvel reynt að forðast þá fundi og fá þá stytta. Sundum á Trump að hafa sagt McMaster að hann skildi tiltekin mál til þess að fá hann til að hætta að tala og hann á að hafa sagt starfsfólki sínu að hann vildi ekki funda með McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Sé eitthvað að marka ummæli Bolton á Fox að undanförnu munu hann og Trump þó ná vel saman. Bolton hafði lengi talað um að allar viðræður við Norður-Kóreu væru tímaeyðsla og óþarfar. Það var þar til Trump ákvað að hitta Kim Jong Un. Bolton hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er umdeildur maður. Hann hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu. Hann var andsnúinn kjarnorkusamkomulaginu við Íran og fór manna fremst í því að halda því ranglega fram að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn í aðdraganda seinna Írakstríðsins. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta ráðningu Bolton en þegar George W. Bush reyndi að ráða hann í starf sem þarfnaðist staðfestingar neituðu þingmenn beggja flokka. Þeim þótti Bolton of öfgafullur. Sömuleiðis er Trump sagður hafa viljað fá Bolton sem aðstoðarutanríkisráðherra áður en hann tók við embætti forseta en aftur mótmæltu þingmenn beggja flokka og Repúblikaninn Rand Paul hét því að koma í veg fyrir þá ráðningu.Politico vekur athygli á ritgerð Bolton frá árinu 2000 þar sem hann lýsti stjórnmálum Bandaríkjanna sem átökum tveggja fylkinga; Bandaríkjasinna og Hnattvæðingarsinna. Sem Bandaríkjasinni væri hann að há stríð, sem þegar væri tapað, um sál Bandaríkjanna.Hann gagnrýndi síðan nánast alla alþjóðasáttmála og samkomulög sem Bandaríkin eru aðilar að. Kyoto sáttmálan, Jarðsprengjusáttmálann og Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Síðan þá hefur einnig ítrekað gagnrýnt aðkomu Bandaríkjanna að samningnum um bann gegn efnavopnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þegar Bolton vann fyrir George W. Bush reitti hann bandamenn Bandaríkjanna iðulega til reiði og reyndu bæði Colin Powell, utanríkisráðherra, og Condoleezza Rice, sem tók við af Powell, að losna við hann. Þegar verið var að semja við ríkisstjórn Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, um að hætta framleiðslu kjarnorkuvopna kröfðust embættismenn í Bretlandi þess að Bolton fengi ekki að koma að viðræðunum eftir að Bolton neitaði að sætta sig við að Líbýa myndi hætta við framleiðslu kjarnorkuvopna og Bandaríkin myndu hætta að reyna að velta Gaddafi úr sessi.Blóðsuga og drullusokkur Þegar Bolton var sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir George W. Bush lýsti opinber fjölmiðill Norður-Kóreu honum ítrekað sem „drullusokki“, „blóðsugu“ og skrímsli án vitsmuna því hann var ekki feiminn um að opinbera skoðun sína um að Bandaríkin ættu að ráðast á ríkið og fella einræðisstjórn Kim fjölskyldunnar. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa áhyggjur af ráðningu Bolton og því að hann hafi nú greiðan aðgang að eyra forseta Bandaríkjanna. Nú síðast í febrúar skrifaði Bolton grein í Wall Street Journal þar sem hann sagði að Bandaríkin ættu ekki að bíða þar til það væri of seint að ráðast á einræðisríkið og áður hafði hann skrifað að Bandaríkin ættu að grípa til aðgerða þó bandamenn þeirra í Asíu væru andvígir því.Þetta hefur hann líka sagt í sjónvarpi þar sem hann er reglulegur gestur í þáttum Fox News. Það er ástæða fyrir því að íbúar Suður-Kóreu hafa lítinn áhuga á stríði við Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir hverjir sammála um að slíkt stríð yrði líklega einstaklega grimmilegt þó Norður-Kórea búi ekki yfir birgðum af eldsneyti og öðru sem nauðsynlegt er til að há stríð. Þeir eiga þó mikið af stórskotaliði sem er ávalt miðað á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu þar sem 25 milljónir búa, og nægar birgðir af efnavopnum sem mögulega gæti verið beitt gegn Suður-Kóreu ef Kim Jong Un telur sig ekki hafa neinu að tapa.Þar að auki er talið að Norður-Kórea eigi þegar nokkur kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Suður-Kóreu. Þó stríð á Kóreuskaganum myndi ekki standa lengi yfir, það er að segja ef yfirvöld Kína ákveða að grípa ekki inn í eins og þeir gerðu á árum áður, er ljóst að Suður-Kórea og íbúar ríkisins myndu gjalda fyrir slíkt stríð.Eins og áður segir var Bolton meðal fremstu manna að sannfæra heiminn um að innrás George W. Bush og Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í Írak væri réttmæt vegna þess að Saddam Hussein væri að framleiða gereyðingarvopn. Þá starfaði Bolton í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og þegar starfsmenn ráðuneytisins lýstu yfir efasemdum um vopnaframleiðslu Saddam var þeim meinað að sitja fundi um málið. Saddam Hussein reyndist svo ekki vera að framleiða gereyðingarvopn. Bolton hefur þó haldið því fram að hann trúi því enn að það hefði verið rétt ákvörðun að ráðast inn í Írak. Donald Trump hefur ávalt haldið því, ranglega, fram að hann hafi verið á móti innrásinni í Írak. Hún hafi reynst allsherjar sóun á lífum og peningum.Vox bendir á að í september 2013 hafi Trump þar að auki tíst um að enginn af fyrrverandi starfsmönnum George W. Bush ætti að koma að málefnum Sýrlands og Írak. Þeir ættu ekki að hafa rétt til þess. Sem þjóðaröryggisráðgjafi mun Bolton þá hafa áhrif á málefni beggja ríkja og margra annarra þar sem hann mun að miklu leyti móta varnarmálastefnu Bandaríkjanna.All former Bush administration officials should have zero standing on Syria. Iraq was a waste of blood & treasure.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2013 Samkvæmt frétt CNN hefur Bolton sagt að fyrrum yfirlýsingar hans séu nú í fortíðinni. Það sem skipti máli verða ákvarðanir Trump og ráð Bolton til forsetans.Trump og H.R. McMaster, núverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, náðu aldrei saman og hefur brottrekstur hans legið í loftinu í nokkrar vikur. McMaster barðist í Írak og var talinn einn af bestu hugsuðum hersins varðandi skæruhernað og framtíðarhernað yfir höfuð. McMaster upplýsti forsetann um stöðu mála heimsins á morgnana og herma heimildir miðla í Bandaríkjunum að Trump hafi jafnvel reynt að forðast þá fundi og fá þá stytta. Sundum á Trump að hafa sagt McMaster að hann skildi tiltekin mál til þess að fá hann til að hætta að tala og hann á að hafa sagt starfsfólki sínu að hann vildi ekki funda með McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Sé eitthvað að marka ummæli Bolton á Fox að undanförnu munu hann og Trump þó ná vel saman. Bolton hafði lengi talað um að allar viðræður við Norður-Kóreu væru tímaeyðsla og óþarfar. Það var þar til Trump ákvað að hitta Kim Jong Un. Bolton hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira