Innlent

Hafa sektað þrefalt fleiri ökumenn það sem af er ári

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan á Norðurlandi vestra segist hafa stóraukið umferðareftirlit það sem af er ári.
Lögreglan á Norðurlandi vestra segist hafa stóraukið umferðareftirlit það sem af er ári. Lögreglan á Norðurlandi vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sektað rúmlega eitt þúsund ökumenn fyrir of hraðan akstur það sem af er ári. Greint er frá þessu á Facebook-síðu embættisins en þar segir að um sé að ræða aukningu um 650 mál en alls voru 350 ökumenn kærðir í umdæminu á sama tímabili í fyrra.

Lögreglan segist hafa sett mikinn þunga í eftirlit í umdæminu það sem af er ári en um síðustu helgi voru rúmlega 100 ökumenn kærðir og sá sem hraðast ók var mældur á 169 kílómetra hraða á klukkustund á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Segir lögreglan að á sama tímabili hafi umferðaróhöppum fækkað um átján prósent í umdæminu sem lögreglan segir að skýrist að einhverju leyti af aukinni löggæslu í embættinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×