Sleppt og haldið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar