Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 08:23 Trump kærir sig ekki um að transfólk gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41