Björgvin Páll bestur í vetur: „Ætlaði að verja fjörutíu prósent“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2018 10:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45
Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51
Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30
Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00
Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00