Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2018 20:45 Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér: Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér:
Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45
Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45
Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45