Sluppu undan rannsókn vegna anna Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherji, eins fyrirtækjanna þriggja sem sluppu undan rannsókn. VÍSIR/AUÐUNN Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira