Sluppu undan rannsókn vegna anna Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherji, eins fyrirtækjanna þriggja sem sluppu undan rannsókn. VÍSIR/AUÐUNN Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira