Sluppu undan rannsókn vegna anna Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherji, eins fyrirtækjanna þriggja sem sluppu undan rannsókn. VÍSIR/AUÐUNN Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira