Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Egyptar fjölmenntu á kjörstaði í gær undir vökulu auga forsetans. Vísir/Getty Forsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. Nær ómögulegt er að Abdul Fattah al-Sisi forseta takist að tapa en trúverðugir andstæðingar forsetans hafa annaðhvort dregið framboð sín til baka eða þeim verið meinað að taka þátt. Búist er við því að niðurstöður kosninganna verði ekki kynntar fyrr en 2. apríl. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða fer önnur umferð kosninga fram 24. til 26. apríl. Það þykir hins vegar ólíklegt í ljósi afar sterkrar stöðu Sisi og þar sem frambjóðendurnir eru einungis tveir. Sisi forseti er annar frambjóðenda. Hann var áður hermaður og gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Mohameds Morsi á árunum 2012 og 2013. Í júlí 2013 fór Sisi svo fyrir valdaráni hersins og steypti Morsi og flokki hans, Bræðralagi múslima, af stóli. Bræðralagið var svo bannað og meðlimir þess teknir af lífi í hundraðatali. Í dag flokka ríkisstjórnir Bareins, Egyptalands, Rússlands, Sýrlands, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna Bræðralagið sem hryðjuverkasamtök.Abdul Fattah al-Sisi þarf að bíða í næstum viku í viðbót áður en hann getur fagnað sigri.Vísir/AFPSisi bauð sig fram til forseta 2014 gegn Hamdeen Sabahi og fékk 97 prósent atkvæða. Allar götur síðan hefur staða hans verið sterk og nýtur hann stuðnings rúmlega 500 þingmanna í forsetakosningum þessa árs. Alls eru þingmennirnir 596. Framboð Sisi kemur fæstum á óvart en spurningarmerki hafa verið sett við framboð andstæðingsins, Moussa Mustafa Moussa. Sá bauð sig fram á síðustu stundu eftir að hafa safnað undirskriftum fyrir framboð Sisi. Moussa nýtur stuðnings Ghad-flokksins, sem á engin sæti á egypska þinginu, og nokkurra ættbálkahöfðingja. Þegar einkarekna sjónvarpsstöðin CBC spurði Moussa í febrúar um hvort hann vildi sjónvarpskappræður svaraði frambjóðandinn: „Ég er raunsær maður. Ég veit að kappræður yrðu tilgangslausar fyrir mig. Ég hef engin afrek unnið.“ Ríkismiðlar og aðrir fjölmiðlar, hliðhollir Sisi, hafa veitt framboði Moussa mikla athygli og fjallað um það líkt og um venjulegt, alvarlegt forsetaframboð sé að ræða. Hins vegar hafa stjórnarandstæðingar, bæði úr hinu bannaða Bræðralagi múslima sem og aktívistar og stjórnarandstæðingar á samfélagsmiðlum, haldið því fram að Moussa sé í raun leiksoppur Sisi. Hann sé einungis í framboði til að láta kosningarnar líta trúverðuglega út.Sá trúverðugleiki hefur einna helst verið dreginn í efa í ljósi þess að helstu andstæðingar Sisi hafa ekki fengið að bjóða sig fram. Mannréttindabaráttumaðurinn og lögfræðingurinn Khaled Ali þurfti að draga framboð sitt til baka í janúar vegna meintra brota við söfnun undirskrifta. Þá hafa yfirvöld höfðað mál gegn Ali og er hann sakaður um óspektir og „dónalegar handabendingar“ þegar hann fagnaði sigri í máli sem hann vann fyrir dómstólum og snerist um að ekki ætti að afhenda Sádi-Arabíu tvær eyjar í Rauðahafi. Hefur Ali sagt málið pólitísks eðlis, hann hafi einungis verið ákærður eftir að hann tilkynnti um framboð sitt. Verði hann sakfelldur mun hann ekki geta boðið sig fram aftur. Annar stjórnarandstæðingur, sem þótti líklegur til afreka, er fyrrverandi starfsmannastjóri hersins, Sami Anan. Eftir að hann tilkynnti um framboð sitt var hann handtekinn, sakaður um að hafa brotið reglur hersins með því að fá ekki samþykki hersins fyrir framboði sínu. Og listinn er ekki tæmdur. Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í nóvember. Hann dró það hins vegar til baka eftir að hafa, samkvæmt stjórnarandstöðumiðlum, verið haldið gegn vilja sínum í hótelherbergi í Kaíró í mánuð. Fjórði frambjóðandinn sem þótti líklegur til afreka, Al-Sayed al-Badawi, formaður hins frjálslynda Al-Wafd-flokks, tilkynnti um framboð sitt á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar meinaði flokkur hans honum að fara í framboð á þeim grundvelli að það myndi skaða orðspor flokksins. Vegna þess að stjórnarandstæðingar hafa ekki fengið að bjóða sig fram og vegna alvarlegra takmarkana á fjölmiðlafrelsi hefur verið hvatt til sniðgöngu á kosningunum. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðishreyfingin, fjöldi mannréttindabaráttusamtaka og hið bannaða Bræðralag múslima eru á meðal þeirra sem ætla að sniðganga forsetakosningarnar. Þá hafa fyrrverandi forsetaframbjóðendur og þekktir stjórnarandstæðingar hvatt sem flesta til að mæta ekki á kjörstað. Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Forsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. Nær ómögulegt er að Abdul Fattah al-Sisi forseta takist að tapa en trúverðugir andstæðingar forsetans hafa annaðhvort dregið framboð sín til baka eða þeim verið meinað að taka þátt. Búist er við því að niðurstöður kosninganna verði ekki kynntar fyrr en 2. apríl. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða fer önnur umferð kosninga fram 24. til 26. apríl. Það þykir hins vegar ólíklegt í ljósi afar sterkrar stöðu Sisi og þar sem frambjóðendurnir eru einungis tveir. Sisi forseti er annar frambjóðenda. Hann var áður hermaður og gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Mohameds Morsi á árunum 2012 og 2013. Í júlí 2013 fór Sisi svo fyrir valdaráni hersins og steypti Morsi og flokki hans, Bræðralagi múslima, af stóli. Bræðralagið var svo bannað og meðlimir þess teknir af lífi í hundraðatali. Í dag flokka ríkisstjórnir Bareins, Egyptalands, Rússlands, Sýrlands, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna Bræðralagið sem hryðjuverkasamtök.Abdul Fattah al-Sisi þarf að bíða í næstum viku í viðbót áður en hann getur fagnað sigri.Vísir/AFPSisi bauð sig fram til forseta 2014 gegn Hamdeen Sabahi og fékk 97 prósent atkvæða. Allar götur síðan hefur staða hans verið sterk og nýtur hann stuðnings rúmlega 500 þingmanna í forsetakosningum þessa árs. Alls eru þingmennirnir 596. Framboð Sisi kemur fæstum á óvart en spurningarmerki hafa verið sett við framboð andstæðingsins, Moussa Mustafa Moussa. Sá bauð sig fram á síðustu stundu eftir að hafa safnað undirskriftum fyrir framboð Sisi. Moussa nýtur stuðnings Ghad-flokksins, sem á engin sæti á egypska þinginu, og nokkurra ættbálkahöfðingja. Þegar einkarekna sjónvarpsstöðin CBC spurði Moussa í febrúar um hvort hann vildi sjónvarpskappræður svaraði frambjóðandinn: „Ég er raunsær maður. Ég veit að kappræður yrðu tilgangslausar fyrir mig. Ég hef engin afrek unnið.“ Ríkismiðlar og aðrir fjölmiðlar, hliðhollir Sisi, hafa veitt framboði Moussa mikla athygli og fjallað um það líkt og um venjulegt, alvarlegt forsetaframboð sé að ræða. Hins vegar hafa stjórnarandstæðingar, bæði úr hinu bannaða Bræðralagi múslima sem og aktívistar og stjórnarandstæðingar á samfélagsmiðlum, haldið því fram að Moussa sé í raun leiksoppur Sisi. Hann sé einungis í framboði til að láta kosningarnar líta trúverðuglega út.Sá trúverðugleiki hefur einna helst verið dreginn í efa í ljósi þess að helstu andstæðingar Sisi hafa ekki fengið að bjóða sig fram. Mannréttindabaráttumaðurinn og lögfræðingurinn Khaled Ali þurfti að draga framboð sitt til baka í janúar vegna meintra brota við söfnun undirskrifta. Þá hafa yfirvöld höfðað mál gegn Ali og er hann sakaður um óspektir og „dónalegar handabendingar“ þegar hann fagnaði sigri í máli sem hann vann fyrir dómstólum og snerist um að ekki ætti að afhenda Sádi-Arabíu tvær eyjar í Rauðahafi. Hefur Ali sagt málið pólitísks eðlis, hann hafi einungis verið ákærður eftir að hann tilkynnti um framboð sitt. Verði hann sakfelldur mun hann ekki geta boðið sig fram aftur. Annar stjórnarandstæðingur, sem þótti líklegur til afreka, er fyrrverandi starfsmannastjóri hersins, Sami Anan. Eftir að hann tilkynnti um framboð sitt var hann handtekinn, sakaður um að hafa brotið reglur hersins með því að fá ekki samþykki hersins fyrir framboði sínu. Og listinn er ekki tæmdur. Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í nóvember. Hann dró það hins vegar til baka eftir að hafa, samkvæmt stjórnarandstöðumiðlum, verið haldið gegn vilja sínum í hótelherbergi í Kaíró í mánuð. Fjórði frambjóðandinn sem þótti líklegur til afreka, Al-Sayed al-Badawi, formaður hins frjálslynda Al-Wafd-flokks, tilkynnti um framboð sitt á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar meinaði flokkur hans honum að fara í framboð á þeim grundvelli að það myndi skaða orðspor flokksins. Vegna þess að stjórnarandstæðingar hafa ekki fengið að bjóða sig fram og vegna alvarlegra takmarkana á fjölmiðlafrelsi hefur verið hvatt til sniðgöngu á kosningunum. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðishreyfingin, fjöldi mannréttindabaráttusamtaka og hið bannaða Bræðralag múslima eru á meðal þeirra sem ætla að sniðganga forsetakosningarnar. Þá hafa fyrrverandi forsetaframbjóðendur og þekktir stjórnarandstæðingar hvatt sem flesta til að mæta ekki á kjörstað.
Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent