Hver ætlar að eyða umönnunarbilinu? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:15 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun