Innlent

Starfsmaður bílaleigu stöðvaði för bílaþjófs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búnaðurinn er enn ófundinn.
Búnaðurinn er enn ófundinn. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á þrítugsaldri, sem hugðist stela bifreið frá bílaleigu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um síðastliðna helgi, hafði ekki erindi sem erfiði. Starfsmaður bílaleigunnar sá til mannsins þar sem hann ók af stað, brást hratt við, ók í veg fyrir hann og stöðvaði þar með för hans, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Bílaþjófurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum og var með meint amfetamín í veski sínu. Þá var hann grunaður um fíkniefnaneyslu. Í tilkynningu segir að maðurinn hafi játað brot sín greiðlega við skýrslutöku hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×