Munu tæma dómstigin hér heima og leita út ef þess þarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins VÍSIR/STEFÁN „Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira