Erlent

Egyptar bölsótast út í fjölmiðla

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fátt stendur í vegi fyrir endurkjöri forsetans.
Fátt stendur í vegi fyrir endurkjöri forsetans. VÍSIR/AFP
Síðasti dagur forsetakosninga í Egyptalandi er á morgun og búist er við að Abdel Fattah al-Sisi forseti nái endurkjöri. Andstæðingur hans, Moussa Mostafa Moussa, hefur verið kallaður strengjabrúða Sisi og hafa stjórnarandstæðingar haldið því fram að hann sé eingöngu í framboði þar sem helstu andstæðingar Sisi hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Því hafi verið þörf á tiltölulega áhrifalitlu mótframboði til að láta kosningarnar líta trúverðugar út.

Egypskir miðlar, á bandi Sisi, vönduðu blaðamönnum BBC ekki kveðjurnar í gær. Sögðu þeir miðilinn dreifa lygum um stjórnvöld en BBC hefur greint ítarlega frá aðdraganda kosninganna. Þá sagði blaðamaður Al-Ahram að breska blaðið Independent dreifði óhróðri og lygum um stjórnvöld.


Tengdar fréttir

Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum

Forsetakosningar í Egyptalandi standa nú yfir. Nær öruggt að Sisi nái endurkjöri. Andstæðingur sagður leiksoppur stjórnvalda, er stuðningsmaður Sisi. Stjórnarandstæðingum meinað að bjóða siForsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. fram. Lokað á gagnrýna fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×