Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2018 08:00 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. VÍSIR/ANTON BRINK Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43