Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2018 08:00 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. VÍSIR/ANTON BRINK Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43