Wade vann vinaslaginn á móti LeBron | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 07:30 LeBron James og Dwyane Wade. Vísir/Getty Eftir gott gengi að undanförnu var Cleveland Cavaliers rifið niður úr skýjunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að það tapaði stórt á út ivelli gegn Miami Heat, 98-79.Þarna mættust bestu vinirnir Dwayne Wade og LeBron James sem spiluðu saman fyrr á leiktíðinni í Cleveland áður en Wade var skipt aftur til Miami. LeBron skoraði miklu fleiri stig eða 18 talsins auk þess sem hann tók sex fráköst gaf sjö stoðsendingar. Wade skoraði aðeins sex stig en vann leikinn sem skiptir meira máli. Hann varði tvö skot frá LeBron og Lebron tók hann tvívegis illa í vörninni. „Við erum ekki þannig að við montum okkur að því sem við gerum á móti hvor öðrum inn á vellinum,“ sagði Wade við fjölmiðla eftir þennan glæsilega sigur í nótt. Houston Rockets er áfram óstöðvandi í vestrinu en liðið vann tíunda leikinn í röð í nótt þegar að það lagði Chicago Bulls á heimavelli, 118-86. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Houston vinnur stórt. Eric Gordon skoraði 31 stig fyrir Houston sem var meria að segja án James Harden í leiknum. Chris Paul skoraði þrettán stig og gaf tíu stoðsendingar. Houston er með afgerandi forskot á Golden State á toppnum í vestrinu en varalið meistaranna tapaði öðrum leiknum í röð í nótt. Þar eru allir sem eitthvað heita frá vegna meiðsla: Steph Curry, Klay Thompson, Draymond Green og Kevin Durant. Warriors tapaði fyrir Pacers í nótt, 92-81, þar sem Nick Young var stigahæstur heimamanna með tólf stig en hjá Indiana var Victor Oladipu stigahæstur með 24 stig.Úrslit næturinnar: Washington Wizards - San Antonio Spurs 116-106 Toronto Raptors - Denver Nuggets 114-110 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 98-79 Houston Rockets - Chicago Bulls 118-86 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 103-107 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 97-103 Golden State Warriors - Indiana Pacers 81-92 LA CLippers - Milwaukee Bucks 105-98 NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Eftir gott gengi að undanförnu var Cleveland Cavaliers rifið niður úr skýjunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að það tapaði stórt á út ivelli gegn Miami Heat, 98-79.Þarna mættust bestu vinirnir Dwayne Wade og LeBron James sem spiluðu saman fyrr á leiktíðinni í Cleveland áður en Wade var skipt aftur til Miami. LeBron skoraði miklu fleiri stig eða 18 talsins auk þess sem hann tók sex fráköst gaf sjö stoðsendingar. Wade skoraði aðeins sex stig en vann leikinn sem skiptir meira máli. Hann varði tvö skot frá LeBron og Lebron tók hann tvívegis illa í vörninni. „Við erum ekki þannig að við montum okkur að því sem við gerum á móti hvor öðrum inn á vellinum,“ sagði Wade við fjölmiðla eftir þennan glæsilega sigur í nótt. Houston Rockets er áfram óstöðvandi í vestrinu en liðið vann tíunda leikinn í röð í nótt þegar að það lagði Chicago Bulls á heimavelli, 118-86. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Houston vinnur stórt. Eric Gordon skoraði 31 stig fyrir Houston sem var meria að segja án James Harden í leiknum. Chris Paul skoraði þrettán stig og gaf tíu stoðsendingar. Houston er með afgerandi forskot á Golden State á toppnum í vestrinu en varalið meistaranna tapaði öðrum leiknum í röð í nótt. Þar eru allir sem eitthvað heita frá vegna meiðsla: Steph Curry, Klay Thompson, Draymond Green og Kevin Durant. Warriors tapaði fyrir Pacers í nótt, 92-81, þar sem Nick Young var stigahæstur heimamanna með tólf stig en hjá Indiana var Victor Oladipu stigahæstur með 24 stig.Úrslit næturinnar: Washington Wizards - San Antonio Spurs 116-106 Toronto Raptors - Denver Nuggets 114-110 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 98-79 Houston Rockets - Chicago Bulls 118-86 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 103-107 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 97-103 Golden State Warriors - Indiana Pacers 81-92 LA CLippers - Milwaukee Bucks 105-98
NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn