Viðskipti innlent

Holyoake með ríflega 50 prósent í Iceland Seafood

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Mark Holyoake, stærsti eigandi Iceland Seafood.
Mark Holyoake, stærsti eigandi Iceland Seafood.
Félag breska athafnamannsins Marks Holyoake minnkaði hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Seafood International á síðasta ári og átti ríflega helmingshlut í félaginu í árslok. Til samanburðar nam eignarhlutur félagsins 64 pró­sentum í lok árs 2016.

Félagið, International Seafood Holdings, seldi hlutabréf sín í sjávarútvegsfyrirtækinu í nokkrum sölum á síðasta ári og átti í lok ársins 657 milljónir bréfa að virði 4,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfanna, en Iceland Seafood er skráð á First North-markaðinn.

Holyoake situr sem kunnugt er í stjórn Iceland Seafood. Eignarhlutur Kviku banka í sjávarútvegsfyrirtækinu minnkaði lítillega í fyrra, samkvæmt uppfærðum hluthafalista félagsins, en bankinn átti í árslok níu prósenta hlut borið saman við ellefu prósent í lok árs 2016 og er sem fyrr næststærsti hluthafinn.

Á meðal félaga sem bættust í hluthafahóp Iceland Seafood á síðasta ári voru Íshóll, í eigu Stefáns Ákasonar, fyrrverandi forstöðumanns skuldabréfamiðlunar Kaupþings, HEF kapital, í eigu Birgis Ellerts Birgissonar fjárfestis, og Bluberg, sem er félag Helga Antons Eiríkssonar, forstjóra Iceland Seafood. Umrædd félög fóru hvert um sig með um tveggja pró­ senta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu í lok síðasta árs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×