Lykilrými í Firði stendur autt Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2018 15:21 Veitingahúsið Silfur hefur verið lýst gjaldþrota og lykilrými Fjarðar horfir tómum eða brostnum augum út á sjálfan Hafnarfjörðinn. visir/stefán Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík. Veitingastaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík.
Veitingastaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira