King er besti varnarmaður Domino's deildarinnar: „Góðar líkur á að ég verði áfram“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 13:30 Urald King. Vísri/Andri Marinó Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira