Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 21:15 Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. Vísir/Getty Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“ Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30