Forsetinn segir Íslendinga ekki lengur grínast með hlýnun jarðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 09:00 Guðni Th. Jóhannesson var þáttakandi í World Ocean Summit í Mexíkó um helgina. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands. Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands.
Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira