Segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. mars 2018 22:30 Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Skjáskot/Stöð 2 Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna. Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46