Segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. mars 2018 22:30 Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Skjáskot/Stöð 2 Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna. Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46