„Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:47 Bílalest myndaðist vegna slyssins í dag. mynd: Jóna Fanney Friðriksdóttir Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33
Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29