Arnar: Við bætum leikmenn og þjálfara með því að spila í Evrópukeppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 19:15 Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira