Arnar: Við bætum leikmenn og þjálfara með því að spila í Evrópukeppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 19:15 Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson. Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira