Rúnar: Valur verður liðið sem önnur lið þurfa að elta Anton Ingi Leifsson skrifar 12. mars 2018 20:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Valur verði liðið sem hin liðin muniu elta í Pepsi-deildinni í sumar. Einnig greindi hann frá því að KR skoðar nú Norður-Íra, en Rúnar hefur ekki verið alls kosta sáttur við spilamennsku KR á undirbúningstímabilinu. „Það er enginn sem er sáttur með fjórða sætið í Vesturbænum og við þurfum að reyna að gera betur en í fyrra. Það er stefnan að koma okkur ofar í töfluna,” sagði Rúnar Kristinsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum alltaf að skoða og það hrannast inn tölvupóstarnir frá alls konar umboðsmönnum sem eru með einhverja snillinga. Það hluti af hverdagsleikanum okkar þjálfaranna og við erum alltaf að skoða og hvaða ákvarðanir maður tekur, hvaða leikmenn maður velur.” „Við erum að sjá bara hverja við erum með í höndunum. Það er kannski fyrsta skrefið og vinna úr því sem við erum með áður en við förum að bæta við okkur fleirum.” Nú er Norður-Íri á reynsu hjá Vesturbæjarliðinu og Rúnar segir að þeir taki betri ákvörðun um hann á næstu dögum. „Hann er myndarlegur drengur og hefur ágætis reynslu. Ef hann hefur þann karakter og þá týpu sem við erum að leita að þá skoðum við hann alvarlega, en við tökum ákvarðanir á næstu dögum. Leyfum honum að æfa aðeins og reyna meta hann betur.” Valur verður liðið sem allir munu elta í sumar, en KR og Valur mætast einmitt í fyrsta leiknum í Pepsi-deildinni þetta árið. „Þeir eru gífurlega vel mannaðir og hafa bara bætt við sig mönnum frá því í fyrra. Valur verða það lið sem allir munu vera að elta. Það verður erfitt að mæta þeim í fyrsta leik, en einnig gott að mæta þeim þá og sjá hvar við stöndum.” „Þessir vináttuleikir allir, Lengjubikar og vináttuleikir, fram að móti eru oft aðeins öðruvísi en deildarleikir. Þetta verður spennandi en það er mikil vinna framundan hjá okkur. Við erum enn að púsla saman liði.” „Við höfum ekki verið að spila neitt frábærlega á undirbúningstímabilinu. Mér finnst okkur vanta heilmikið og við þurfum að halda að vinna í því. Vonandi verðum við svo klárir í lok pa´ril Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Valur verði liðið sem hin liðin muniu elta í Pepsi-deildinni í sumar. Einnig greindi hann frá því að KR skoðar nú Norður-Íra, en Rúnar hefur ekki verið alls kosta sáttur við spilamennsku KR á undirbúningstímabilinu. „Það er enginn sem er sáttur með fjórða sætið í Vesturbænum og við þurfum að reyna að gera betur en í fyrra. Það er stefnan að koma okkur ofar í töfluna,” sagði Rúnar Kristinsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum alltaf að skoða og það hrannast inn tölvupóstarnir frá alls konar umboðsmönnum sem eru með einhverja snillinga. Það hluti af hverdagsleikanum okkar þjálfaranna og við erum alltaf að skoða og hvaða ákvarðanir maður tekur, hvaða leikmenn maður velur.” „Við erum að sjá bara hverja við erum með í höndunum. Það er kannski fyrsta skrefið og vinna úr því sem við erum með áður en við förum að bæta við okkur fleirum.” Nú er Norður-Íri á reynsu hjá Vesturbæjarliðinu og Rúnar segir að þeir taki betri ákvörðun um hann á næstu dögum. „Hann er myndarlegur drengur og hefur ágætis reynslu. Ef hann hefur þann karakter og þá týpu sem við erum að leita að þá skoðum við hann alvarlega, en við tökum ákvarðanir á næstu dögum. Leyfum honum að æfa aðeins og reyna meta hann betur.” Valur verður liðið sem allir munu elta í sumar, en KR og Valur mætast einmitt í fyrsta leiknum í Pepsi-deildinni þetta árið. „Þeir eru gífurlega vel mannaðir og hafa bara bætt við sig mönnum frá því í fyrra. Valur verða það lið sem allir munu vera að elta. Það verður erfitt að mæta þeim í fyrsta leik, en einnig gott að mæta þeim þá og sjá hvar við stöndum.” „Þessir vináttuleikir allir, Lengjubikar og vináttuleikir, fram að móti eru oft aðeins öðruvísi en deildarleikir. Þetta verður spennandi en það er mikil vinna framundan hjá okkur. Við erum enn að púsla saman liði.” „Við höfum ekki verið að spila neitt frábærlega á undirbúningstímabilinu. Mér finnst okkur vanta heilmikið og við þurfum að halda að vinna í því. Vonandi verðum við svo klárir í lok pa´ril
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira