Upplýsingastríð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun