Viðskipti innlent

Seldu þriðjungs hlut í Völku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valka selur og þróar tækni fyrir sjávarútveg.
Valka selur og þróar tækni fyrir sjávarútveg. Vísir/Egill
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt 37 prósenta hlut sinn í hátæknifyrirtækinu Völku ehf.

Í tilkynningu segir að Valka sé leiðandi á heimsvísu í þróun og sölu á tækni fyrir sjávarútveg. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 í bílskúr Helga Hjálmarssonar, framkvæmdastjóra Völku. Hjá því starfa nú um sextíu manns og viðskiptavinir eru víða um heim.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gerðist hluthafi í Völku 2008 og Frumtaki á árinu 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×