Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 16:00 Trump ræddi við fréttamenn um brottrekstur Tillerson fyrir utan Hvíta húsið í dag. Sagði hann að Tillerson yrði mun ánægðari núna. Vísir/AFP Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent