Aðstoðarmanni Trump fylgt út úr Hvíta húsinu, grunaður um fjárglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 17:00 McEntee gerðist persónulegur aðstoðarmaður Trump strax á fyrstu mánuðum forsetaframboðs hans. Vísir/AFP Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50