Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir starfsumhverfið gott. Vísir/valli Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir gott starfsumhverfi hafi verslun og þjónusta aldrei staðið frammi fyrir eins miklum áskorunum og um þessar mundir. „Það er mikil áskorun fyrir verslanir að bregðast við gjörbreyttum þörfum nýrrar aldamótakynslóðar. Hætt er við því að illa muni fara fyrir þeim verslunum sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Ör tækniþróun með stóraukinni netverslun, breytt neysluhegðun ungs fólks og innreið alþjóðlegra stórfyrirtækja, líkt og Costco og H&M, á íslenskan markað feli í sér mikla áskorun fyrir íslenska verslun. Til viðbótar þurfi hún að takast á við miklar kostnaðarhækkanir. „Það er til dæmis greinilegt að sum fyrirtæki hafa reynt að búa sig undir þetta gjörbreytta umhverfi með því að leita leiða til þess að sameinast og ná fram stærðarhagkvæmni. Við slíkar aðstæður er ábyrgð samkeppnisyfirvalda mjög mikil. Þau verða að fylgjast afar vel með þeirri hröðu þróun sem er að eiga sér stað á markaðinum og taka tillit til stækkandi hlutdeildar netverslunar og innkomu nýrra fyrirtækja. Það er gríðarleg áskorun fyrir samkeppnisyfirvöld að halda vöku sinni.“ Hagar og N1 eru á meðal þeirra félaga sem hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti síðasta sumar kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Í síðarnefndu tilfellunum var það frumniðurstaða eftirlitsins að kaupin röskuðu samkeppni og yrðu ekki samþykkt án skilyrða. Ársfundur Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn á morgun en þar verður horft til framtíðar og litið til þeirra áhrifavalda sem hafa áhrif á breytingar á straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Andrés segir að heilt yfir sé starfsumhverfi íslenskrar verslunar gott um þessar mundir og hafi raunar sjaldan verið betra. „Kaupmáttur almennings hefur aldrei verið sterkari og það er gömul saga og ný að þegar kaupmátturinn er sterkur, þá gengur fyrirtækjum í verslun vel. Ytra samkeppnisumhverfi greinarinnar hefur auk þess þróast til betri vegar á síðustu árum. Almenn vörugjöld og tollar á öllu nema tilteknum matvörum heyra sögunni til og það hefur jafnað samkeppnisstöðuna við þau ríki sem við berum okkur gjarnan við, fyrst og fremst Norðurlöndin.“Aðspurður útskýrir Andrés að það sem hefur verið kallað fjórða iðnbyltingin sé að gerbreyta umhverfi verslunar og þjónustu. „Samkvæmt skýrslum virtra ráðgjafarfyrirtækja er sem dæmi talið að starfsfólki í smásölu í Evrópu muni fækka um fjórðung á næstu árum. Störfin munu einnig breytast. Minna verður í boði af störfum þar sem lítillar menntunar er krafist en meiri þörf verður á fólki sem býr yfir góðri félagslegri og tæknilegri færni. Á sama tíma er netverslun, sem er í eðli sínu alþjóðleg, að færast í vöxt. Pakkasendingum hingað til lands í gegnum Íslandspóst fjölgaði um 60 prósent frá nóvember 2016 til nóvember 2017. Breytingin er mjög hröð um þessar mundir.“Við þessu þurfi verslanir að bregðast.Víti til varnaðar Hann tekur dæmi af gjaldþroti leikfangakeðjunnar Toys’R’Us í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er allt sem bendir til þess að stjórnendur keðjunnar hafi ekki brugðist við breyttri neysluhegðun, en 40 prósent af leikfangainnkaupum Breta fara fram á netinu, og því hafi farið sem fór. Örlög keðjunnar eru öðrum verslunum víti til varnaðar.“ Annað dæmi um mikil áhrif breyttrar kauphegðunar er að sögn Andrésar eðlisbreyting verslunarmiðstöðva. Hlutverk þeirra sé að breytast. Þær séu farnar að sinna meira félagslegu hlutverki, líkt og afþreyingu, en áður. Á sama tíma sé ákveðin hætta á því að hefðbundnar verslanir verði eins konar sýningarsalir fyrir netverslanir. Þar muni neytendur máta og prófa vörur áður en þeir panti þær af netinu. „Þetta er framtíðin sem margir sjá fyrir sér og eru að reyna að átta sig á.“ Ekki aðeins verslanir þurfi að bregðast við breyttum veruleika, heldur ekki síður menntakerfið. „Það er mjög aðkallandi að grunn- og menntaskólar aðlagist og búi unga fólkið undir þær breytingar sem felast í fjórðu iðnbyltingunni,“ nefnir Andrés. „Til dæmis þyrfti að taka fyrirbæri eins og náms- og stundaskrár til gagngerrar endurskoðunar. Þetta eru að mínu mati úrelt fyrirbæri. Námskráin ætti að vera lifandi skjal sem tekur stöðugum breytingum eftir því sem þarfirnar eru á hverjum tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir gott starfsumhverfi hafi verslun og þjónusta aldrei staðið frammi fyrir eins miklum áskorunum og um þessar mundir. „Það er mikil áskorun fyrir verslanir að bregðast við gjörbreyttum þörfum nýrrar aldamótakynslóðar. Hætt er við því að illa muni fara fyrir þeim verslunum sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Ör tækniþróun með stóraukinni netverslun, breytt neysluhegðun ungs fólks og innreið alþjóðlegra stórfyrirtækja, líkt og Costco og H&M, á íslenskan markað feli í sér mikla áskorun fyrir íslenska verslun. Til viðbótar þurfi hún að takast á við miklar kostnaðarhækkanir. „Það er til dæmis greinilegt að sum fyrirtæki hafa reynt að búa sig undir þetta gjörbreytta umhverfi með því að leita leiða til þess að sameinast og ná fram stærðarhagkvæmni. Við slíkar aðstæður er ábyrgð samkeppnisyfirvalda mjög mikil. Þau verða að fylgjast afar vel með þeirri hröðu þróun sem er að eiga sér stað á markaðinum og taka tillit til stækkandi hlutdeildar netverslunar og innkomu nýrra fyrirtækja. Það er gríðarleg áskorun fyrir samkeppnisyfirvöld að halda vöku sinni.“ Hagar og N1 eru á meðal þeirra félaga sem hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti síðasta sumar kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Í síðarnefndu tilfellunum var það frumniðurstaða eftirlitsins að kaupin röskuðu samkeppni og yrðu ekki samþykkt án skilyrða. Ársfundur Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn á morgun en þar verður horft til framtíðar og litið til þeirra áhrifavalda sem hafa áhrif á breytingar á straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Andrés segir að heilt yfir sé starfsumhverfi íslenskrar verslunar gott um þessar mundir og hafi raunar sjaldan verið betra. „Kaupmáttur almennings hefur aldrei verið sterkari og það er gömul saga og ný að þegar kaupmátturinn er sterkur, þá gengur fyrirtækjum í verslun vel. Ytra samkeppnisumhverfi greinarinnar hefur auk þess þróast til betri vegar á síðustu árum. Almenn vörugjöld og tollar á öllu nema tilteknum matvörum heyra sögunni til og það hefur jafnað samkeppnisstöðuna við þau ríki sem við berum okkur gjarnan við, fyrst og fremst Norðurlöndin.“Aðspurður útskýrir Andrés að það sem hefur verið kallað fjórða iðnbyltingin sé að gerbreyta umhverfi verslunar og þjónustu. „Samkvæmt skýrslum virtra ráðgjafarfyrirtækja er sem dæmi talið að starfsfólki í smásölu í Evrópu muni fækka um fjórðung á næstu árum. Störfin munu einnig breytast. Minna verður í boði af störfum þar sem lítillar menntunar er krafist en meiri þörf verður á fólki sem býr yfir góðri félagslegri og tæknilegri færni. Á sama tíma er netverslun, sem er í eðli sínu alþjóðleg, að færast í vöxt. Pakkasendingum hingað til lands í gegnum Íslandspóst fjölgaði um 60 prósent frá nóvember 2016 til nóvember 2017. Breytingin er mjög hröð um þessar mundir.“Við þessu þurfi verslanir að bregðast.Víti til varnaðar Hann tekur dæmi af gjaldþroti leikfangakeðjunnar Toys’R’Us í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er allt sem bendir til þess að stjórnendur keðjunnar hafi ekki brugðist við breyttri neysluhegðun, en 40 prósent af leikfangainnkaupum Breta fara fram á netinu, og því hafi farið sem fór. Örlög keðjunnar eru öðrum verslunum víti til varnaðar.“ Annað dæmi um mikil áhrif breyttrar kauphegðunar er að sögn Andrésar eðlisbreyting verslunarmiðstöðva. Hlutverk þeirra sé að breytast. Þær séu farnar að sinna meira félagslegu hlutverki, líkt og afþreyingu, en áður. Á sama tíma sé ákveðin hætta á því að hefðbundnar verslanir verði eins konar sýningarsalir fyrir netverslanir. Þar muni neytendur máta og prófa vörur áður en þeir panti þær af netinu. „Þetta er framtíðin sem margir sjá fyrir sér og eru að reyna að átta sig á.“ Ekki aðeins verslanir þurfi að bregðast við breyttum veruleika, heldur ekki síður menntakerfið. „Það er mjög aðkallandi að grunn- og menntaskólar aðlagist og búi unga fólkið undir þær breytingar sem felast í fjórðu iðnbyltingunni,“ nefnir Andrés. „Til dæmis þyrfti að taka fyrirbæri eins og náms- og stundaskrár til gagngerrar endurskoðunar. Þetta eru að mínu mati úrelt fyrirbæri. Námskráin ætti að vera lifandi skjal sem tekur stöðugum breytingum eftir því sem þarfirnar eru á hverjum tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira