Fyrrverandi vaktstjóri á Subway fær vangoldin laun en annað ekki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Konan starfaði á Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00