Misstu fæturna í sama slysinu og berjast nú um gull í Suður-Kóreu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2018 23:30 Landeros stefnir á sín þriðju gullverðlaun á Paralympics. vísir/getty Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Sjá meira