Misstu fæturna í sama slysinu og berjast nú um gull í Suður-Kóreu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2018 23:30 Landeros stefnir á sín þriðju gullverðlaun á Paralympics. vísir/getty Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Sjá meira