Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2018 08:00 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, fékk greiddar rúmlega 12 milljónir króna meira í laun og hlunnindi í fyrra en árið áður Vísir/VALLI Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira