Bandaríkjaforseti stærir sig af því að hafa „skáldað“ upplýsingar við Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 10:13 Trump kom við á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær og gagnrýndi þar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58