Refsa Rússum fyrir afskiptin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2018 16:28 Steve Mnuchin og Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52