Arnar um atburðarás helgarinnar: „Búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál" Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2018 19:01 Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV sem mun hætta eftir tímabilið, segir að það hafi margir Eyjamenn gert mistök um helgina og menn sjái eftir því. Mikið hefur gengið á í Eyjum síðan að þeir unnu bikarmeistaratitilinn á laugardag. Aðstoðarþjálfarinn steig til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann liðsins og í gær voru tveir leikmenn liðsins í agabanni fyrir að ganga full geyst fram í fögnuði liðsins um helgina. „Það voru margir sem gerðu mistök um helgina og auðvitað varð að bregðast við því. Stjórn og handboltaráð fannst mér taka vel á þessum málum og fara eins vel í gegnum þetta og hægt var,” sagði Arnar í samtali við Akraborgina, en mun Sigurður snúa aftur á hliðarlínuna í vor? „Nei, engin ákvörðun verið tekinn um það. Sigurður Bragason er minn uppeldisfélagi. Hann gerði mistök sem enginn sér meira eftir en hann og við verðum að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast.” „Theodór, sem er mér einnig afskaplega kær, er að jafna sig. Staðan var ekkert sérstök, en hann er að koma til. Tíminn verður að leiða í ljós hver næstu skref verða og hvernig við tæklum þetta.” Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru í agabanni í leiknum í gær, en Arnar segir að þeir eins og fleiri hafi gert mistök. „Eins og fleiri þá gerðu þeir mistök, en það gera allir mistök. Ég held ég þekki engan sem hefur ekki gert nein mistök. Þeir læra að því og eru örugglega búnir að því. Ég á ekki von á neinu öðru en að þeir komi sterkari til baka.” „Þetta er allt að koma. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál. Það þarf enginn að ljúga einhverju öðru, en við erum að sjá ljósið og erum farnir að finna fyrir því aftur að við erum bikarmeistarar og ná stórum titli í hús.” Allt innslagið má hlusta í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræðir um bikarmeistaratitilinn, ástæða þess afhverju hann er að hætta og fleira til. Olís-deild karla Tengdar fréttir Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. 15. mars 2018 11:06 Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV sem mun hætta eftir tímabilið, segir að það hafi margir Eyjamenn gert mistök um helgina og menn sjái eftir því. Mikið hefur gengið á í Eyjum síðan að þeir unnu bikarmeistaratitilinn á laugardag. Aðstoðarþjálfarinn steig til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann liðsins og í gær voru tveir leikmenn liðsins í agabanni fyrir að ganga full geyst fram í fögnuði liðsins um helgina. „Það voru margir sem gerðu mistök um helgina og auðvitað varð að bregðast við því. Stjórn og handboltaráð fannst mér taka vel á þessum málum og fara eins vel í gegnum þetta og hægt var,” sagði Arnar í samtali við Akraborgina, en mun Sigurður snúa aftur á hliðarlínuna í vor? „Nei, engin ákvörðun verið tekinn um það. Sigurður Bragason er minn uppeldisfélagi. Hann gerði mistök sem enginn sér meira eftir en hann og við verðum að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast.” „Theodór, sem er mér einnig afskaplega kær, er að jafna sig. Staðan var ekkert sérstök, en hann er að koma til. Tíminn verður að leiða í ljós hver næstu skref verða og hvernig við tæklum þetta.” Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru í agabanni í leiknum í gær, en Arnar segir að þeir eins og fleiri hafi gert mistök. „Eins og fleiri þá gerðu þeir mistök, en það gera allir mistök. Ég held ég þekki engan sem hefur ekki gert nein mistök. Þeir læra að því og eru örugglega búnir að því. Ég á ekki von á neinu öðru en að þeir komi sterkari til baka.” „Þetta er allt að koma. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál. Það þarf enginn að ljúga einhverju öðru, en við erum að sjá ljósið og erum farnir að finna fyrir því aftur að við erum bikarmeistarar og ná stórum titli í hús.” Allt innslagið má hlusta í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræðir um bikarmeistaratitilinn, ástæða þess afhverju hann er að hætta og fleira til.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. 15. mars 2018 11:06 Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. 15. mars 2018 11:06
Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30
Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30
Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03